Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Samningar við íþróttafélögin renna út nk. áramót. Farið var yfir núverandi samninga og rætt með hvaða hætti vinna við endurnýjun samninganna færi fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að setja á laggirnir starfshóp sem hefði það hlutverk að funda með íþróttafélögunum og gera drög að samningum fyrir 1. júní nk. Starfshópinn skipa, Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Andrea Ragúels.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 66. fundur - 03.03.2015

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin og rætt með hvaða hætti vinna við endurnýjun fari fram. Ákveðið var að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi boði starfshópinn og hvert íþróttafélag fyrir sig til fundar fljótlega. Rætt var um að útbúa skiptareglu til viðmiðunar um fjárhæðir í styrktarsamningum, þar verði m.a. tekið mið af stærð félags, fjölda iðkenda, iðkendatímabili, fjölda æfinga og kynjasjónarmiðum
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allir samningar verði skoðaðir frá grunni og unnið verði út frá núverandi starfsemi en ekki eingöngu út frá núverandi samningum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Með fundarboði fylgdu gögn frá fundi formanns ráðsins og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með forsvarsmönnum íþróttafélaga í sveitarfélaginu um samninga fyrir árin 2016-2019.



Grunnur að reiknilíkani var kynntur og ræddur. Velt var upp ef forsendur breytast á samningstímanum eða ef samningurinn er ekki uppfylltur til hvaða aðgerða íþrótta- og æskulýðsráð getur gripið. Stefnt er að því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.



Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni ráðsins að fara á fund byggðaráðs og kynna þá vinnu sem farið hefur fram.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 68. fundur - 05.05.2015

Með fundarboði fylgdu drög að samningum við íþróttafélögin. Farið var yfir almennar kröfur samninganna og hvernig væri best að koma fyrir sérverkefnum sem greitt hefur verið séstaklega fyrir.



Ákveðið var að vinna fram að næsta fundi ráðins í samningunum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 736. fundur - 28.05.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:25.



Á 67. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 21. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu gögn frá fundi formanns ráðsins og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með forsvarsmönnum íþróttafélaga í sveitarfélaginu um samninga fyrir árin 2016-2019. Grunnur að reiknilíkani var kynntur og ræddur. Velt var upp ef forsendur breytast á samningstímanum eða ef samningurinn er ekki uppfylltur til hvaða aðgerða íþrótta- og æskulýðsráð getur gripið. Stefnt er að því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni ráðsins að fara á fund byggðaráðs og kynna þá vinnu sem farið hefur fram."



Til umræðu ofangreint.



Kristinn Ingi,Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 14:04.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð þakkar fyrir góða vinnu varðandi reiknilíkanið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Lögð voru fram drög að samningum við íþróttafélögin. Farið var yfir skiptingu á fjármagni miðað við skiptareglu sem tekur mið af iðkendafjölda og æfingartímabili félaganna.

Samþykkt að notast við skiptaregluna, en gera ráð fyrir sérstökum greiðslum vegna umsjónar og reksturs íþróttasvæða og annarra verkefna sem ekki geta komið til í slíkri reglu.

Jafnframt verður hluti samningsfjárhæðar nokkurskonar pottur, sem skiptist á milli þeirra félaga sem standa við þær kröfur sem samningur setur á félögin.



Samhliða þessu var lagt fram erindi Skíðafélags Dalvíkur um viðhaldsþörf á skíðasvæðinu næstu árin. Í erindinu kemur m.a. fram að afar mikilvægt er að farið verði í að skipta um belti á snjótroðara og legu í kæliviftu strax í sumar, svo hann verði nothæfur í vetur þegar skíðavertíðin hefst. Áætlaður kostnaður við það er kr. 2.012.300.



Í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélagsins fyrir árin 2013-2015 er gert ráð fyrir kr. 2.000.000 í viðhald á árinu 2015 en sá liður var stjörnumerktur og var sett inn með fyrirvara um aukafjárveitingu en kom ekki til greiðslu.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að óska eftir við byggðaráð að staðið verði við þá viðbótarfjárveitingu í viðhald, sem áætluð var í samningnum, að upphæð kr. 2.000.000. Jafnframt var frekari óskum um viðhald vísað til samningagerðar við félagið. Íris Hauksdóttir greiðir atkvæði gegn beiðninni.



Byggðaráð - 738. fundur - 18.06.2015

Á 69. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. júní 2015 var eftirfarandi bókað:

"Lögð voru fram drög að samningum við íþróttafélögin. Farið var yfir skiptingu á fjármagni miðað við skiptareglu sem tekur mið af iðkendafjölda og æfingartímabili félaganna. Samþykkt að notast við skiptaregluna, en gera ráð fyrir sérstökum greiðslum vegna umsjónar og reksturs íþróttasvæða og annarra verkefna sem ekki geta komið til í slíkri reglu. Jafnframt verður hluti samningsfjárhæðar nokkurskonar pottur, sem skiptist á milli þeirra félaga sem standa við þær kröfur sem samningur setur á félögin. Samhliða þessu var lagt fram erindi Skíðafélags Dalvíkur um viðhaldsþörf á skíðasvæðinu næstu árin. Í erindinu kemur m.a. fram að afar mikilvægt er að farið verði í að skipta um belti á snjótroðara og legu í kæliviftu strax í sumar, svo hann verði nothæfur í vetur þegar skíðavertíðin hefst. Áætlaður kostnaður við það er kr. 2.012.300. Í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélagsins fyrir árin 2013-2015 er gert ráð fyrir kr. 2.000.000 í viðhald á árinu 2015 en sá liður var stjörnumerktur og var sett inn með fyrirvara um aukafjárveitingu en kom ekki til greiðslu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að óska eftir við byggðaráð að staðið verði við þá viðbótarfjárveitingu í viðhald, sem áætluð var í samningnum, að upphæð kr. 2.000.000. Jafnframt var frekari óskum um viðhald vísað til samningagerðar við félagið. Íris Hauksdóttir greiðir atkvæði gegn beiðninni. "



Til umfjöllunar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni um viðauka að upphæð allt að kr. 2.000.0000 vegna styrks til Skíðafélags Dalvíkur vegna viðhalds troðara, vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, deild 06-80, og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsráðs að samningar við félög innihaldi framvegis engar stjörnumerkingar um vænta viðauka.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 70. fundur - 08.09.2015

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda íþróttafélögum drög að samningunum til umsagnar og yfirlestrar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir athugsemdum sem bárust við samningsdrög.

UMFS gerði athugsemdir við upphæðir í samningi, það hefur verið leiðrétt, enda um innsláttarvillur að ræða.

Skíðafélag Dalvíkur gerði athugsemd við tímaramma vegna skila á ársreikningum og skýrslu félagsins, þar sem aðalfundur félagsins er haldinn í maí ár hvert. Gerðar voru breytingar á drögum vegna þessa.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin með breytingum sem voru lagðar fram á fundinum. Einnig var samþykkt breyting á skiptapotti vegna félagsstarfs.