Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:25.
Á 67. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 21. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu gögn frá fundi formanns ráðsins og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með forsvarsmönnum íþróttafélaga í sveitarfélaginu um samninga fyrir árin 2016-2019. Grunnur að reiknilíkani var kynntur og ræddur. Velt var upp ef forsendur breytast á samningstímanum eða ef samningurinn er ekki uppfylltur til hvaða aðgerða íþrótta- og æskulýðsráð getur gripið. Stefnt er að því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni ráðsins að fara á fund byggðaráðs og kynna þá vinnu sem farið hefur fram."
Til umræðu ofangreint.
Kristinn Ingi,Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 14:04.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að setja á laggirnir starfshóp sem hefði það hlutverk að funda með íþróttafélögunum og gera drög að samningum fyrir 1. júní nk. Starfshópinn skipa, Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Andrea Ragúels.