Íþrótta- og æskulýðsráð

70. fundur 08. september 2015 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016-2019.

2.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Reglur um hvatagreiðslur voru ræddar þó aðallega um lágmarkstíma viðkomandi frístundastarfs sem verður styrkhæft.



Í reglunum segir að til að teljast styrkhæft starf þarf starfsemin að ná yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur og þá aldrei minna en ein æfing í viku. Undantekning frá þessu eru sundnámskeið eða námskeið sem kennd eru á skemmri tíma en eru a.m.k. 20 klst.



Styttri námskeið ná alla jafna ekki að uppfylla þessi skilyrði og njóta því börn sem stunda slík námskeið ekki styrkja fyrir það.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gera breytingar á reglunum sem tekur á undantekningum á tímaramma námskeiða. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að útfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

3.Gjaldskrár 2015 - Fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjaldskrár hækki að jafnaði um 3% þó þannig að það námundist við heppilegar tölur.

Einnig er samþykkt að gjald fyrir tjaldsvæðið í Árskógi verði innifalið í leigu þegar húsnæðið er leigt út og að öryrkjar utan Dalvíkurbyggðar greiði kr. 200 í sund.

4.Laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201509031Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi lagði fram tillögu að 3% hækkun launa nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar sumarið 2016:



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna og að laun nemenda hækki um 3% og verði eftirfarandi árið 2016:

8. bekkur kr. 474

9. bekkur kr. 548

10. bekkur kr. 657

5.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.



Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til kr. 8.629.000 færslu á ramma vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla.

Ramminnn er eftirfarandi:



Rammi (290269-8460 169)
281.969.200



Íþrótta- og æskulýðsráð
5.067.000

Æskulýðsfulltrúi
12.197.000

Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
1.500.000

Leikvellir
-

Sumarnámskeið
150.000

Vinnuskóli
10.800.000

Víkurröst félagsmiðstöð
18.900.000

Íþróttamiðstöð
138.073.000

Ungmennaráð
485.000

Rimar
8.419.000

Árskógur
12.500.000

Sundskáli Svardæla
4.000.000

Styrkir v/ æskulýðsmála
68.825.000

Sparkvöllur
1.053.000



Samtals
281.969.000



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.



6.Samningar við íþróttafélög 2016-2019

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda íþróttafélögum drög að samningunum til umsagnar og yfirlestrar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi