Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 70. fundur - 08.09.2015

Reglur um hvatagreiðslur voru ræddar þó aðallega um lágmarkstíma viðkomandi frístundastarfs sem verður styrkhæft.



Í reglunum segir að til að teljast styrkhæft starf þarf starfsemin að ná yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur og þá aldrei minna en ein æfing í viku. Undantekning frá þessu eru sundnámskeið eða námskeið sem kennd eru á skemmri tíma en eru a.m.k. 20 klst.



Styttri námskeið ná alla jafna ekki að uppfylla þessi skilyrði og njóta því börn sem stunda slík námskeið ekki styrkja fyrir það.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gera breytingar á reglunum sem tekur á undantekningum á tímaramma námskeiða. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að útfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti hugmyndir að nýjum drögum um hvatagreiðslur. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að uppfæra drögin miðað við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 72. fundur - 03.11.2015

Farið var yfir reglur um hvatagreiðslur. Rætt var um aldurstakmörk, þ.e. hvort lækka ætti aldurinn. Ákveðið að breyta ekki aldurstakmörkum að svo stöddu. Gerðar voru breytingar á reglunum á fundinum er varðar tímabundið aðsetur barna hjá foreldri sem býr í Dalvíkurbyggð sem og undantekningu á lágmarkstímafjölda námskeiða. Íþrótta- og æskuýðsfulltrúa falið að kynna breytingarnar hjá íþróttafélögunum þegar sveitarstjórn hefur samþykkt breytingarnar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 1. fundur - 07.10.2016

Í fylgigögnum undir þessum lið eru lagðar fram reglur um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og reglur og skilyrði um frístundastyrki Fjallabyggðar. Skoða þarf hvort og þá með hvaða hætti hægt er að samræma þær.
Fram kemur verulegt ósamræmi milli upphæðar frístundastyrkja í sveitarfélögunum. Skólanefnd leggur til að embættismenn komi upplýsingum þar að lútandi á framfæri við bæjar- og byggðaráð.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 15:10.



Á 1. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 7. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Í fylgigögnum undir þessum lið eru lagðar fram reglur um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og reglur og skilyrði um frístundastyrki Fjallabyggðar. Skoða þarf hvort og þá með hvaða hætti hægt er að samræma þær. Fram kemur verulegt ósamræmi milli upphæðar frístundastyrkja í sveitarfélögunum. Skólanefnd leggur til að embættismenn komi upplýsingum þar að lútandi á framfæri við bæjar- og byggðaráð".



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhæðir hvatagreiðslna fyrir nemendur Dalvíkurbyggðar í tónlistarskóla verði í samræmi við reglur sveitarfélagsins um hvatagreiðslur en til að einfalda ferlið þá fari umsóknir um hvatagreiðslur ekki í gegnum ÆskuRækt, eins og verið hefur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Tónlistarskóla að móta tillögur í samræmi við ofangreint.