Íþrótta- og æskulýðsráð

71. fundur 06. október 2015 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Zbigniew Kolodziejczyk mætti ekki á fundinn.

1.Endurnýjun á Gúmmíi sparkvallar

Málsnúmer 201509187Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfultrúi kynnti stöðuna á sparkvellinum á Dalvík í ljósi umræðu um skaðsemi gúmmís á sparkvöllum á landinu. Í fjáhagsáætlun árið 2015 er gert ráð fyrir endurnýjun og hreinsum á gúmmíi sparkvallar og er vonast til að hægt verði að skipta því út fyrir veturinn, áætlaður kostnaður við slíka hreinsun er um 200.000.- Áætlaður kostnaður við að skipta öllu gervigrasinu er um 4,5 milljónir. Íþróttafulltrúar landsins hafa rætt þessi mál mikið undanfarið og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fylgjast með þeirri umræðu og mun upplýsa ráðið um gang mála. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur samt ekki nauðsynlegt að fara í heildarskipti strax.

2.Skýrsla forstöðumanns Vinnuskóla 2015

Málsnúmer 201509186Vakta málsnúmer

Skýrsla forstöðumanns Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar fyrir sumarið 2015 lögð fram til kynningar. Alls voru 9 flokksstjórar og 46 nemendur í vinnuskólanum í sumar. Starfsemin heldur áfram að þróast og aukning varð í samstarfi við aðrar stofnanir Dalvíkurbyggðar.

3.Sparkvöllur í Árskógi

Málsnúmer 201510001Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 var ákveðið að vísa umræðu um gerð sparkvallar í Árskógi til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2016. Ungmennafélagið Reynir hefur sent inn áætlaðan kostnað vegna byggingar sparkvallar. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vísa þessu til vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017. Samhliða þeirri vinnu verði Ungmennafélagið kallað á fund ráðsins og farið yfir það með hvaða hætti Ungmennafélagið gæti komið að þessu verkefni. Einnig verði kannað hvort hægt verði að fá styrki frá utanaðkomandi aðilum, t.d. KSÍ eða ÍSÍ.

4.Fjárhagsáætlun 2015; Strandblakvöllur

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Kristinn Ingi Valsson vék af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.



Lagt fram erindi frá Blakfélaginu Rimum vegna strandblakvallar. Óskað er eftir því að fá að nýta styrk frá Dalvíkurbyggð til kaupa á sandi í ár til að nýta þann afslátt sem félaginu hefur boðist. Vellirnir yrðu svo byggðir vorið 2016.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkurinn verði notaður til kaupa á sandi með þeim skilyrðum að framkvæmdir fari fram árið 2016, að öðrum kosti muni félagið endurgreiða styrkinn.

5.Samningar við íþróttafélög 2016-2019

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir athugsemdum sem bárust við samningsdrög.

UMFS gerði athugsemdir við upphæðir í samningi, það hefur verið leiðrétt, enda um innsláttarvillur að ræða.

Skíðafélag Dalvíkur gerði athugsemd við tímaramma vegna skila á ársreikningum og skýrslu félagsins, þar sem aðalfundur félagsins er haldinn í maí ár hvert. Gerðar voru breytingar á drögum vegna þessa.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin með breytingum sem voru lagðar fram á fundinum. Einnig var samþykkt breyting á skiptapotti vegna félagsstarfs.

6.Framtíðarrekstur Tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201510011Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð ræddi möguleikann á að bjóða út rekstur tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki heppilegt að bjóða út reksturinn að svo stöddu og leggur til að reksturinn verði með óbreyttu sniði næsta sumar.

7.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti hugmyndir að nýjum drögum um hvatagreiðslur. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að uppfæra drögin miðað við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

8.Laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201509031Vakta málsnúmer

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samanburð launa vinnuskóla við önnur sveitarfélög. Laun eru í sumum tilfellum hærri og sumum lægri.

Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri bókun og leggur til að laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar hækki um 3% fyrir árið 2016.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi