Fjárhagsáætlun 2015; Frá Blakfélaginu Rimar; Strandblakvöllur.

Málsnúmer 201409010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Blakfélagsins Rimar, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem, í ljósi ört vaxandi áhuga á strandblaki, óskar Blakfélagið Rimar eftir styrk til að útbúa tvo samliggjandi blakvelli í Dalvíkurbyggð. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun fyrir verkið kr. 3.902.216 vegna útlagðs kostnaðar og eigið framlag vegna jarðvegsvinnu kr. 1.200.000. Sótt er um styrk að upphæð kr. 3.902.216.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Hildur Ösp Gylfadóttir og Kristinn Ingi Valsson viku af fundi undir þessum lið kl. 10:39 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Blakfélagsins Rimar, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem, í ljósi ört vaxandi áhuga á strandblaki, óskar Blakfélagið Rimar eftir styrk til að útbúa tvo samliggjandi blakvelli í Dalvíkurbyggð. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun fyrir verkið kr. 3.902.216 vegna útlagðs kostnaðar og eigið framlag vegna jarðvegsvinnu kr. 1.200.000. Sótt er um styrk að upphæð kr. 3.902.216.

Byggðarráð hafði vísað ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

Til umræðu ofangreint.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 að hugað verði að því að gera ráð fyrir 1,0 m.k. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016.

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir samþykkt Byggðráðs um að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Hildur Ösp Gylfadóttir og Kristinn Ingi Valsson viku af fundi undir þessum lið kl. 10:39 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Blakfélagsins Rimar, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem, í ljósi ört vaxandi áhuga á strandblaki, óskar Blakfélagið Rimar eftir styrk til að útbúa tvo samliggjandi blakvelli í Dalvíkurbyggð. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun fyrir verkið kr. 3.902.216 vegna útlagðs kostnaðar og eigið framlag vegna jarðvegsvinnu kr. 1.200.000. Sótt er um styrk að upphæð kr. 3.902.216.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 að hugað verði að því að gera ráð fyrir 1,0 m.k. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016.

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.

Umhverfisráð - 256. fundur - 03.10.2014

Til umræðu staðsettning fyrir strandblak
Umhverfisráð fagnar erindinu.
Ýmsar staðsetningar ræddar á fundinum og í framhaldi af því ákveðið að fá fulltrúa frá Rimum á næsta fund ráðsins til að ræða þær frekar.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Á 60. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 18. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 að hugað verði að því að gera ráð fyrir 1,0 m.k. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016.

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir samþykkt byggðarráðs um að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrri samþykkt standi óbreytt; þ.e. að gert verði ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 1,0 m.kr. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016 og að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Á fundinn mæta fulltrúar frá blakfélaginu Rimum til að ræða mögulega staðsettningu strandblakvallar. Gert er ráð fyrir þessum umræðum um 10:00
Umhverfisráð leggur til að völlurinn verði staðsettur sunnan við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og vísar áframhaldandi vinnu við staðsettningu vallarins til gerða deiliskipulags sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Íris Daníelsdóttir og Helga Björt Möller mættu á fundinn fyrir hönd blakdeildarinnar.

Umhverfisráð - 265. fundur - 01.07.2015

Innkomið erindi vegna staðsetningar og framkvæmdar á strandblakvelli við Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð samþykkir innsent erindi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

Kristinn Ingi Valsson vék af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfis.



Lagt fram erindi frá Blakfélaginu Rimum vegna strandblakvallar. Óskað er eftir því að fá að nýta styrk frá Dalvíkurbyggð til kaupa á sandi í ár til að nýta þann afslátt sem félaginu hefur boðist. Vellirnir yrðu svo byggðir vorið 2016.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkurinn verði notaður til kaupa á sandi með þeim skilyrðum að framkvæmdir fari fram árið 2016, að öðrum kosti muni félagið endurgreiða styrkinn.