Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:27.
Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að viðaukasamningi við Skíðafélagi Dalvíkur. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á fyrri samningi þar sem forsendur vegna greiðslna vegna troðaraláns hafa breyst. Gert er ráð fyrir að í stað þess að leggja fram fjármagn vegna troðaraláns, sem nú er uppgreitt, mun skíðafélagið fá samtals 8 millljónir m.a. vegna ráðningar svæðisstjóra og viðhalds skíðasvæðis, sbr. tillögur starfshóps.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, með þeirri breytingu að styrkupphæð verði 6 mkr. í stað 8 mkr.
Andrea Ragúels og Íris Hauksdóttir samþykkja ekki samninginn og óska eftir að eftirfarandi sé fært til bókar: Dalvíkurbyggð hefur styrkt Skíðafélagið mikið síðustu ár. Passa þarf jafnræði gagnvart félögunum og að fjármagn sé nýtt á skilvirkan hátt. Við teljum að það hefði átt að taka það skref að ráða sameiginlegan stjórnenda fyrir Golfklúbbinn og Skíðafélagið, þar sem markaðssetning væri hluti af starfsskyldu. Auglýsing Skíðafélagsins eftir rekstrarstjóra teljum við ekki endurspegla þær kröfur sem rétt er að gera til starfsins.