Á 264. fundi umhverfisráðs þann 5. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu bréf frá eigendum Grundargötu 15, Dalvík.
Ráðið samþykkir þáttöku sveitarfélagsins í framkvæmdinni. Með fyrirvara um samþykkta kosnaðaráætlun fyrir verkið er sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við lóðarhafa. "
Á 271. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku: Guðmundur St. Jónsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kostnaðargreina verkefnið og fari til umfjöllunar í byggðaráði þegar kostnaðargreining liggur fyrir. Bjarni Th. Bjarnason. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Kristján E.Hjartarson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs með ofangreindri breytingatillögu Guðmundar St. Jónssonar"
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðaráætlun sviðsstjóra frá 30. júní s.l. Um er að ræða 30 m skjólgirðingu sem er 2 metrar á hæð. Áætlaður kostnaður er kr. 992.096. Lagt er til að sveitarfélagið leggi fram fasta upphæð í þetta verkefni sem tekin verður af 10-400-4396, þar sem ekki er gert ráð fyrir að fullnýta þær heimildir sem þar eru fyrir hendi eða kr. 1.311.000.