Bréf frá eigendum Grundargötu 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 240. fundur - 03.07.2013

Innkomið bréf frá íbúum Grundargötu 15, þann 24 júní 2013, þar sem bent er á að sandfok úr fjörunni hefur aukist á nýjan leik.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að leita séfræðiráðgjafar um lausn þessa vandamáls, en þangað til verði sú girðing sem fyrir er lagfærð og lengd til beggja átta. Einnig er lagt til að fylgst verði betur með ástandinu.

Byggðaráð - 710. fundur - 07.10.2014

Á 255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 27. ágúst 2014 óska eigendur Grundargötu 15, Dalvík þau Ari Jón Kjartansson og Elín Ása Hreiðarsdóttir eftir varanlegri lausn á því sandfoki sem er við húsið.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fjármunir verði tryggðir til verksins svo hægt verði að flytja sjóvarnargarð við Sandskeið utar í áföngum næstu árin.
Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru á þessum lið verði nýttir til flutnings á sandi af umræddu svæði.
Afgreiðslu frestað og byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs um ofangreinda framkvæmd og gildi hennar sem hluti af varanlegri lausn.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 710. fundi byggðarráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 27. ágúst 2014 óska eigendur Grundargötu 15, Dalvík þau Ari Jón Kjartansson og Elín Ása Hreiðarsdóttir eftir varanlegri lausn á því sandfoki sem er við húsið.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fjármunir verði tryggðir til verksins svo hægt verði að flytja sjóvarnargarð við Sandskeið utar í áföngum næstu árin.
Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru á þessum lið verði nýttir til flutnings á sandi af umræddu svæði.

Afgreiðslu frestað og byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs um ofangreinda framkvæmd og gildi hennar sem hluti af varanlegri lausn.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir ofangreindu. Fram kom að mat hans er að áformaður flutningur á sandi af umræddu svæði yrði ekki hluti af varanlegri lausn sem og að þessar kr. 400.000 á áætlun 2014 þurfi að nota til þess að dekka kostnað vegna vinnu sérfræðinga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna tillögu umhverfisráðs og heimilar sviðsstjóra umhverfis- og tæknsviðs að nýta allt að kr. 400.000 sem er á áætlun þessa árs til að greiða fyrir vinnu sérfræðinga.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Til kynningar staða mála vegna sandfoks við Sandskeið.
Umhverfisráð hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn.
Ráðið felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á gerðar jarðvegsmanar við veginn.

Umhverfisráð - 264. fundur - 05.06.2015

Til umræðu bréf frá eigendum Grundargötu 15, Dalvík.
Ráðið samþykkir þáttöku sveitarfélagsins í framkvæmdinni.

Með fyrirvara um samþykkta kosnaðaráætlun fyrir verkið er sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við lóðarhafa.

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Á 264. fundi umhverfisráðs þann 5. júní s.l. var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu bréf frá eigendum Grundargötu 15, Dalvík.

Ráðið samþykkir þáttöku sveitarfélagsins í framkvæmdinni. Með fyrirvara um samþykkta kosnaðaráætlun fyrir verkið er sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við lóðarhafa. "



Á 271. fundi sveitarstjórnar þann 16. júní s.l. var eftirfarandi bókað:

"Til máls tóku: Guðmundur St. Jónsson, sem leggur til að sveitarstjórn feli sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kostnaðargreina verkefnið og fari til umfjöllunar í byggðaráði þegar kostnaðargreining liggur fyrir. Bjarni Th. Bjarnason. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Kristján E.Hjartarson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs með ofangreindri breytingatillögu Guðmundar St. Jónssonar"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðaráætlun sviðsstjóra frá 30. júní s.l. Um er að ræða 30 m skjólgirðingu sem er 2 metrar á hæð. Áætlaður kostnaður er kr. 992.096. Lagt er til að sveitarfélagið leggi fram fasta upphæð í þetta verkefni sem tekin verður af 10-400-4396, þar sem ekki er gert ráð fyrir að fullnýta þær heimildir sem þar eru fyrir hendi eða kr. 1.311.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag allt að kr. 500.000, vísað á lið 10-400-4396.