Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:54.
Heiða Hilmarsdóttir, varamaður Kristjáns, kom á fundinn undir þessum lið kl. 10:56.
Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, bréf dagsett þann 22. september 2014, þar sem fram kemur að stjórn UMFS óskar eftir því að fá styrk frá Dalvikurbyggð upp á allt að 2 m.kr.. Styrkurinn verði notaður til þess að láta gera nákvæma kostnaðaráætlun sem unnin yrði að verkfræðingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins. Fram kemur einnig að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir fjármagni því sem ætlað var til framkvæmdanna samkvæmt samþykkt byggðarráðs þann 18. október 2013, verði ráðstafað með öðrum hætti en samþykktin gerði ráð fyrir. Í meðfylgjandi bréfi sem sent var á hönnuði, dagsett þann 25. ágúst 2014, kemur meðal annars fram að óskað er eftir tilboði í hönnun á gervigrasfótboltavelli í fullri stærð.
Heiða vék af fundi undir þessum lið kl. 11:41.