Á 685. fundi byggðarráðs þann 12. desember s.l. var til umfjöllunar eftirfarandi:
Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 3. desember 2013, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta fjögurra hluthafa í hluthafahópi Tækifæris hf. og nemur greiðslufjárhæð fyrir eignarhlutina 49,5% af nafnviðri þeirra. Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn að hlutabréfum Íslandsbanka hf., Arion banka hf., LBI hf og Glitnis hf. í hlutfalli við hlutafjáreign í félaginu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Tækifæri hf. um vilja byggðarráðs um sölu á eignarhlut sínum í Tækifæri hf.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi svar frá Tækifæri hf. varðandi fyrirspurn sveitarstjóra um möguleika Dalvíkurbyggðar á sölu á eignarhluta sínum í Tækifæri hf., sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2013.