Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Kristján Ólafsson, formaður UMFS, Jónína Guðrún Jónsdóttir,gjaldkeri UMFS, Björn Friðþjófsson, ráðgjafi í vallarmálum og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Á 709. fundi byggðaráðs þann 2. október s.l. var eftirfarandi bókað:
6. 201309034 - Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:54.
Heiða Hilmarsdóttir, varamaður Kristjáns, kom á fundinn undir þessum lið kl. 10:56.
Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, bréf dagsett þann 22. september 2014, þar sem fram kemur að stjórn UMFS óskar eftir því að fá styrk frá Dalvíkurbyggð upp á allt að 2 m.kr.. Styrkurinn verði notaður til þess að láta gera nákvæma kostnaðaráætlun sem unnin yrði af verkfræðingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins. Fram kemur einnig að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir fjármagni því sem ætlað var til framkvæmdanna samkvæmt samþykkt byggðarráðs þann 18. október 2013, verði ráðstafað með öðrum hætti en samþykktin gerði ráð fyrir. Í meðfylgjandi bréfi sem sent var á hönnuði, dagsett þann 25. ágúst 2014, kemur meðal annars fram að óskað er eftir tilboði í hönnun á gervigrasfótboltavelli í fullri stærð.
Heiða vék af fundi undir þessum lið kl. 11:41.
Frestað til næsta fundar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum UMFS á fund byggðaráðs kl. 15:00 þriðjudaginn 7, október n.k.
Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn kl. 11:43.
Til umræðu ofangreint.
Kristján, Jónína Guðrún, Björn og Hildur Ösp viku af fundi kl. 15:40.
Fram kemur í erindi frá UMFS, dagsett þann 20. september 2014, að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir að fjármagninu sem ætlað var til framkvæmda verði ráðstafað með öðrum hætti en fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 gerði ráð fyrir. Í sama erindi kemur einnig fram í fylgigögnum að UMFS stefnir á gervigrasfótboltavöll í fullri stærð og að til dæmis verði hlaupabraut fyrir 100 metra hlaup, alls 4 brautir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 18. október 2013, og staðfest af sveitarstjórn sem hluti af fjárhagsáætlun 2014-2017, um styrk vegna uppbyggingar á íþróttasvæði, þ.e. 1/2 gervigrasvöllur og 400 m hlaupabrautir, standi og þannig færist um eitt ár í fjárhagáætlun 2015-2018, þar sem ekki liggja fyrir nýrri og haldbærari upplýsingar að byggja á.
Er nýtt erindi berst verður tekin afstaða til þess byggð á nýjum upplýsingum og ákvörðun tekin í framhaldinu um ráðstöfun fjármagns og uppbyggingu og rekstur svæðisins í framtíðinni. Í þessu sambandi sem og öðrum er vert að hafa í huga að sveitarfélagið verður ávallt að horfa til þess hvort og hvert svigrúmið er þegar allur rekstur og fjárfestingar sveitarfélagsins koma saman heildstætt í fjárhagsáætlun. Samkvæmt tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun er á áætlun að leggja tillögu að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir byggðarráð fimmtudaginn 23. október n.k.