Starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018.

Málsnúmer 201405176

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 2. fundur - 03.09.2014

Til umræðu verkefni og áherslur næsta árs og ára er varðar atvinnumál og kynningarmál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Til umræðu ýmis mál í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2015-2018.
Með vísan til ofangreindra erinda vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2015 þá óskar byggðarráð eftir sameiginlegum fundi með íþrótta- og æskulýðsráði til að fara yfir þau erindi og mál sem liggja fyrir.

Byggðaráð - 709. fundur - 02.10.2014

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir eftirfarandi málaflokka og deildir:
04 Fræðslu- og uppeldismál.
05 Menningarmál.
06 Íþrótta- og æskulýðsmál.
13-70 Tjaldsvæði.

Hildur Ösp vék af fundi kl.10:09.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram.

Byggðaráð - 710. fundur - 07.10.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 16:28.

Umsjónarmaður fasteignar kynnti tillögu að viðhaldsáætlun Eignasjóðs.

Ingvar vék af fundi kl. 17:48.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir eftirtalda málaflokka og deildir:
07 Bruna- og öryggismál.
08 Hreinlætismál.
09 Skipulags- og byggingamál.
10 Samgöngu- og umferðarmál.
11 Umhverfismál.
13-20,13-21,13-22, landbúnðarmál.
31 Eignasjóður, rekstur.
32 Eignasjóður, framkvæmdir.

Bjarni vék af fundi kl. 18:39 til annarra starfa.
Börkur Þór vék af fundi kl. 19:22.
Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð - 3. fundur - 15.10.2014

Tekin fyrir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2015.
Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og samþykkir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2015.

Byggðaráð - 714. fundur - 23.10.2014

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu drög að frumvarpi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2015-2018 og helstu niðurstöður.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október s.l. var samþykkt að vísa frumvarpi að starfs- og fjárhagáætlunar Dalvíkurbyggðar 2015-2018 vegna fyrri umræðu til umfjöllunar byggðarráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Einnig var samþykkt eftirfarandi tillaga Guðmundar St. Jónssonar:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna með það fyrir augum að lækka rekstrarkostnað aðalsjóðs og stefna að því að hann verði hallalaus. Þá skal ráðið yfirfara framkvæmdir tímabilsins með það markmið að jafna kostnaðinn á milli ára.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir verðmati fasteignasala á Hólavegi 1 og færanlegri kennslustofu við Hólaveg 1. Íbúðarhúsnæðið er metið á 23 - 24 m.kr. og færanlega kennslustofan á 8 - 9 m.kr.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir nýjum upplýsingum er bárust um kl. 18:00 í fyrradag um áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði 2015.
Lagt fram til upplýsingar.

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við bókfært virði á Hólavegi 1 og færanlegri kennslustofu við Hólaveg 1 þá myndi myndast sölutap ef gert væri ráð fyrir sölu á þessum eignum í fjárhagsáætlun miðað við verðmat fasteignasala sem kynnt var á síðasta fundi.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að bókfært virði Krílakots með lóð eru rúmar 72 m.kr.

Byggðaráð - 717. fundur - 13.11.2014

Til umfjöllunar breytingar á fjárhagsáætlun 2015-2018 á milli umræðna í sveitarstjórn:
a) Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fjárfestingaáætlun málaflokka 32, 42, og 48. Markmiðið er að jafna framkvæmdum á milli áranna 2015-2018.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn kl. 09:40 og vék af fundi kl. 09:57. Til umræðu framkvæmdir vegna gatna og gangstíga.

b) Á 679. fundi byggðaráðs þann 18.10.2013 var eftirfarandi bókað:
1. c) Erindi frá UMFS vegna gervigrasvallar. Mál 201309034.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum eftirfarandi tillögu sem lögð var fram á fundinum:

Byggðaráð samþykkir að fara í samstarf við UMFS um uppbyggingu á gervigrasvelli á vallasvæði félagins. Um er að ræða hálfan merktan völl 48x68m (heildar gervigrassvæði 52x72m) sem staðsettur yrði á æfingasvæði vestan megin við aðalleikvang. Á árunum 2014 og 2015 leggur Dalvíkurbyggð fram styrk að upphæð kr. 40 m hvort ár vegna þessarar framkvæmdar.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að setja inná 4 ára áætlun, árin 2016 og 2017 kr. 35 m hvort ár vegna uppbyggingar frjálsíþróttaaðstöðu við aðalvöll og verði stefnt að unglingalandsmóti á Dalvík árið 2017, en þá eru 25 ár frá því fyrsta unglingalandsmót var haldið á Dalvík. Þessar tölur eru settar fram með fyrirvara um aðra fjármögnun og styrki sem kunna að fást vegna þessarar framkvæmdar.
Björn Snorrason greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég er sammála því að þörf er á framkvæmdum vegna æfingarsvæðisins og þá sér í lagi frjálsíþróttaiðkunar en þessi framkvæmd finnst mér of dýr og færa má fyrir því rök að gjöld á bæjarbúa séu oftekin ef hægt er að fjármagna svona stórar framkvæmdir sem nýtist litlu hlutfalli bæjarbúa. Viðgerð á núverandi aðstöðu með venjulegu grasi og bætt frjálsíþróttaaðstaða er það sem ég myndi geta samþykkt. Gervigrasvöllur til fótboltaiðkunar er of dýr framkvæmd með háum rekstrarkostnaði.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áorðnar breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun og vísar þeim á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013 um að veita fjármagni til íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð á þann hátt sem segir í bókuninni frá 18.10.2013 hér að framan.
Byggðaráð telur að ekki séu lengur forsendur fyrir fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013. Um var að ræða tillögu sem var inn á starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2018.

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Á 717. fundi byggðarráðs þann 13. nóvember 2014 var til umfjöllunar frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 á milli umræðna í sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi:
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áorðnar breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun og vísar þeim á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013 um að veita fjármagni til íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð á þann hátt sem segir í bókuninni frá 18.10.2013 hér að framan.
Byggðaráð telur að ekki séu lengur forsendur fyrir fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013. Um var að ræða tillögu sem var inn á starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2018.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri kynntu tillögu að fjárhagsáætlun 2015-2018 í fjárhagsáætlunarlíkani með breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna.

Helstu breytingar eru eftirtaldar:
Breyting á fjárfestingaáætlun árin 2015-2018, sérstaklega hvað varðar dreifingu verkefna á ofangreind ár.
Styrkur vegna gervigrasvallar tekinn út sem og fjárfesting vegna hlaupabrauta. Viðbótarstyrkur til UMFS að upphæð 3,0 settur inn árið 2015.
Leiga Eignasjóðs endurreiknuð vegna breytinga á fjárfestingum árin 2015-2018, gerðar breytingar í aðalsjóði og Eignasjóði vegna þessa.
Breyting á áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs í samræmi við nýjustu upplýsingar, málaflokkur 00 og deildir 04-24 og 04-21.
Launakostnaði vegna starfs umhverfisstjóra skipta upp á milli málaflokka þannig að 65% er á málaflokki 11, 25% á málaflokki 10 og 10% á málaflokki 08.
Leiga Eignasjóðs vegna Kátakots tekin út frá 1.1.2017 þar sem stefnt er að selja húsnæðið við Hólaveg 1 ásamt færanlegri kennslustofu.
Breytingar gerðar á áætlaðir lántöku, afborgunum, innri viðskiptum og vöxtum í samræmi við ofangreindar breytingar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvikurbyggðar 2015-2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.