Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, kl. 13:00.
Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.
Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot
Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.
Vegna búnaðar vegna breytinganna:
Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.
Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.
Þær hugmyndir sem komu fram á fundinum voru eftirfarandi:
Er mögulegt að minnka fjölda fermetra hvað varðar viðbyggingu við Krílakot án þess að það komi niður á rými fyrir starfsmenn og nemendur. Tilgangurinn væri að lækka framkvæmdarkostnað.
Er skynsamlegra til lengri tíma að byggja leikskólann (Krílakot og Kátakot) við húsnæði Dalvíkurskóla og hvað myndi það mögulega kosta ?
Er mögulegt að samnýta eitthvað af því húsnæði sem er nú þegar til staðar ?
Fram kom einnig á fundinum þann 30. október s.l. að skipting framkvæmdanna á tvö ár er nær 50% / 50% en 70% / 30% eins og gengið var út frá.
Drífa gerði grein fyrir þeirri vinnu og forsendum er liggja að baki tillögu að viðbyggingu við Krílakot.
Til umræðu ofangreint.
Drífa vék af fundi kl.14:00.