Á 184. fundi fræðsluráðs þann 10. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri fóru yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur en Fanney Hauksdóttir er arkitekt verksins.
Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með teikningarnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum ljúki á þeim tíma sem áætlað er.
Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir 17,0 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar árið 2014, 76,5 m.kr. árið 2015 og 76,5 m.kr. árið 2016, alls 170 m.kr.
Áætlaður heildarkostnaður vegna viðbyggingar er nú um 207 m.kr., þarf af 17 m.kr. vegna hönnunar sem fellur til árið 2014. Hækkunin er því um 36,7 m.kr.
Börkur Þór kynnti tillögu að áfangaskiptingu og samkvæmt henni er lagt til að árið 2015 verði farið í 70% af framkvæmdinni eða kr. 132,8 m.kr. og 30% af framkvæmdinni árið 2016 eða um 56,9 m.kr.
Fyrir liggur einnig beiðni frá leikskólastjóra um búnað árið 2016 að upphæð kr. 7.345.000, þar af 5,0 m.kr. vegna eldhúss, og kr. 2.000.000 árið 2017 vegna stóla.