Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer
Á 718. fundi byggðarráð þann 20. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.
Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var kynnt drög að verkefnalýsingu og verkefnaáætlun vegna verkefnavinnu um Ímynd Dalvíkurbyggðar.
Í ferlinu er nú komið að því að setja saman vinnuhóp vegna áfanga #3; Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags. Lagt er til að vinnuhópinn skipi; vinnuhópurinn sem hefur komið að áfanga #1 og #2, 2-3 kjörnir fulltrúar og 2 úr samfélaginu.
Þeir sem eru nú í vinnuhópnum eru:
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálaviðs.
Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.
Óli Þór Jóhannsson, starfsmaður veitu- og hafnasviðs.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.
Margrét vék af fundi kl. 08:57.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að auglýsa á www.dalvikurbyggd.is eftir íbúum í ofangreindan vinnuhóp.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um hvað kom út úr auglýsingu sveitarfélagsins eftir áhugasömum íbúum í vinnuhópinn.
Guðmundur St. Jónsson boðarði forföll og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir mætti í hans stað.