Byggðaráð

721. fundur 18. desember 2014 kl. 08:15 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans Valdemar Viðarsson mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðarði forföll og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir mætti í hans stað.

1.Frá Úlfari Eysteinssyni; Hótelskip, Hanza.

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Á 5. fundi atvinnumála- og kynningarráð þann 5. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

Á 19. fundi veitu- og hafnarráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi bókað: "Með vísan til 12. fundar veitu- og hafnaráðs,4. tl., en þar var lagður fram kynningarbæklingur um framangreint mál. Úlfar Eysteinsson,Magnús Garðarsson og Guðjón Steindórsson óskaðu eftir því að koma á fund ráðsins til þess að kynna verkefnið frekar. Veitu- og hafnaráð vísar erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til skoðunar. Ráðið felur hafnastjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi."

Á 257. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2014 var ofangreint tekið fyrir og bókað að umhverfisráð hefur kynnt sér verkefnið.

Atvinnumála- og kynningarráð hefur kynnt sér málið og leggur til að óskað verði eftir ítarlegi stofn- og viðskiptaáætlun þar sem fram kemur hvernig standa eigi að kostnaði við framkvæmdir á hafnarsvæðinu, fjármögnun og framtíðar rekstri verkefnisins.

Einnig leggur atvinnumála- og kynningarráð til að tekið verið saman hver áhrifin verði á hafnarsvæðið varðandi framkvæmdir og kostnað við uppbyggingu vegna starfseminnar.

Þorsteinn K. Björnsson víkur af fundi kl. 12:35

Lilja Björk Ólafsdóttir víkur af fundi kl. 12:37.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs.

2.Frá 21. fundi veitu- og hafnaráðs; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

Þessu erindi var frestað á 20. fundi ráðsins.
Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla. Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs."

Veitu- og hafnaráð hafnar erindinu og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í framkvæmdastjórn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla um endurnýjun á samningi ásamt upplýsingum um forsendur á bak við endurnýjun.

Einnig óskar byggðarráð eftir upplýsingum um hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla.

3.Frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg; Upplýsingaskjáir fyrir ferðamenn.

Málsnúmer 201412111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, rafpóstur dagsettur þann 26. nóvember 2014 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið kosti upplýsingaskjá fyrir ferðamenn í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

Slysavarnarfélaginu Landsbjörg langar að setja upp skjáupplýsingakerfi en óskar eftir að Dalvíkurbyggð fjármagni verkefnið sem er áætlað að kosti kr. 290.000 án vsk. Í þeirri upphæð er innifalið eftirfarandi:
sjónvarpið, tölvan og uppsetning á því efni sem þarna verður sett fram og rekstur á kerfinu um aldur og ævi sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fjárveitingu að upphæð kr. 290.000 fyrir utan vsk í ofangreint verkefni. Vísað á lið 47-31-4980; umhverfisverkefni Hituveitu Dalvíkur.

4.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 12. desember 2014 frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem meðfylgjandi eru í viðhengi nýjustu teikningar af viðbyggingu við Krílakot sem væntanlega verða lokateikningar. Upplýst er að stærð viðbyggingar hefur örlítið stækkað, eða um 7 m2.

Næstu skerf eru að fá hönnuði til að fara á fullt í áframhaldandi hönnun.

Lagt fram til kynningar.

5.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014; tilnefning vinnuhóps vegna áfanga #3.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Á 718. fundi byggðarráð þann 20. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var kynnt drög að verkefnalýsingu og verkefnaáætlun vegna verkefnavinnu um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Í ferlinu er nú komið að því að setja saman vinnuhóp vegna áfanga #3; Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags. Lagt er til að vinnuhópinn skipi; vinnuhópurinn sem hefur komið að áfanga #1 og #2, 2-3 kjörnir fulltrúar og 2 úr samfélaginu.

Þeir sem eru nú í vinnuhópnum eru:
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálaviðs.
Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.
Óli Þór Jóhannsson, starfsmaður veitu- og hafnasviðs.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.

Margrét vék af fundi kl. 08:57.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að auglýsa á www.dalvikurbyggd.is eftir íbúum í ofangreindan vinnuhóp.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um hvað kom út úr auglýsingu sveitarfélagsins eftir áhugasömum íbúum í vinnuhópinn.
Byggðarráð leggur til að Valdemar Viðarsson og Kristján Guðmundsson verði fulltrúar byggðarráðs sem og fulltrúi nr. 3 verði úr atvinnumála- og kynningarráði.

Svanfríður Inga Jónasdóttir hefur gefið kost á sér í vinnuhópinn sem íbúi. Byggðarráð felur einnig sveitarstjóra að finna karlmann í vinnuhópinn sem fulltrúa íbúa.

6.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík; erindisbréf vinnuhóps og tilnefning í vinnuhóp.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Á 718. fundi byggðarráðs þann 20. nóvember s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

Í samráði við fulltrúa stjórnar UMFS á fundinum samþykkir byggðarráð með 2 atkvæðum að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn, í samráði við stjórn UMFS, og að erindisbréfið fari síðan fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Hluti af verkefni þessa vinnuhóps væri að fara yfir framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
Á fundi Byggðaráðs þann 20.11.2014 var samþykkt að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð fól íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Samkvæmt drögum að erindisbréfinu er einn af þessum 6 fulltrúum aðili frá íþrótta- og æskulýðsráði en einnig mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfa með hópnum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa ráðsins.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði fulltrúi byggðarráðs í vinnuhópnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.

7.Frá Greiðri leið ehf; Fundargerðir aðalfundar Greiðrar leiðar.

Málsnúmer 201412119Vakta málsnúmer

Til kynningar undirritaðar fundargerðir aðalfundar Greiðrar leiðar 10. júní s.l. og framhaldsaðalfundar 14. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs