Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Á. Magnússon fyrir hönd Ferðafélags Svarfdæla, kl. 10:00.
Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:
"Á 721. fundi byggðaráðs þann 18. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
"3. 201410305 - Frá 21. fundi veitu- og hafnaráðs; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.
Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað: Þessu erindi var frestað á 20. fundi ráðsins. Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla. Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs." Veitu- og hafnaráð hafnar erindinu og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í framkvæmdastjórn. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla um endurnýjun á samningi ásamt upplýsingum um forsendur á bak við endurnýjun. Einnig óskar byggðarráð eftir upplýsingum um hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Atla Dagssyni fyrir hönd Ferðafélags Svarfdæla, dagsettur þann 20. maí 2015, þar sem fram kemur að Ferðafélag Svarfdæla óskar eftir endurnýjun á eldri samningi sem gerður var á milli Ferðafélagsins og Dalvíkurbyggðar. Ferðafélag Svarfdæla lítur svo á að í þessum samningi, sem kveður á um fjárframlag frá sveitarfélaginu, fari saman hagsmunir beggja aðila. Hagsmunir sveitarfélagsins eru þeir að bæta aðgengi að umhverfi og náttúru fyrir ferðafólk og íbúa sveitarfélagsins. Framlag Dalvíkurbyggðar til Ferðafélagsins mun svo að mestu leyti fara í frekari uppbyggingu sem svo eykur enn á fjölbreytni til útivistar. Með rafpóstinum fylgdu drög að samningi ásamt verkáætlun fyrir árið 2015. Varðandi "hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla" er vísað í lög félagsins sem eru meðfylgjandi en lögin voru samþykkt með breytingum árið 2011.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Ferðafélagsins á fund byggðaráðs. "
Til umræðu ofangreint.
Magnús vék af fundi kl. 10:41.