Byggðaráð

759. fundur 19. nóvember 2015 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætti í hans stað.
Varaformaður sá um fundarstjórn.

1.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna fjárhagsaðstoðar

Málsnúmer 201511068Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.



Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:16.



Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 2. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka #2 við fjárhagsáætlun 2015 vegna deildar 02110; fjárhagsaðstoð. Óskað er eftir tilfærslu á milli liða kr. 2.470.000 og viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 2.960.000; alls kr. 5.430.000. Heimild deildar 02110 er kr. 12.798.000. Bókfærð staða þann 10. nóvember er kr. 18.043.091. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framlögðu erindi og óskar eftir því að sviðsstjóri félagsmálasviðs komi á fund byggðaráðs um feril fjárhagsaðstoðar og hver þróunin hefur verið á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitafélög."



Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir feril fjárhagsaðstoðar og þróunina á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitarfélög.



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 14:05.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015, deild 02110, að upphæð kr. 1.500.000 til að dekka áætlaða fjárhagsaðstoð sem eftir er ársins. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbært fé.

2.Frá 198. fundi fræðsluráðs þann 11.11.2015; Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10.



Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð.

Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar."



Til umræðu ofangreint.



Magnús vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar.

3.Frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna kjarasamnings.

Málsnúmer 201511103Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 17. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna nýs kjarasamnings sem tók gildi í nóvember 2014 en þegar unnið var að gerð fjárhagsáætlunar 2015-2018 lá nýr kjarasamningur ekki fyrir. Upphæðin er kr. 2.495.974.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015, deild 04510, að upphæð kr. 2.495.974 og að kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Frá launafulltrúa; Stuðningsfulltrúar I og II.

Málsnúmer 201510016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá launafulltrúa, dagsett þann 16. nóvember 2015, er varðar leiðréttingu á launum stuðningsfulltrúa í grunnskólum sveitarfélagsins. Heildarkostnaður vegna leiðréttinga á launum starfsmanna aftur til þess tíma sem starfsmenn útskrifuðust eða skiluðu inn gögnum um námslok eru kr. 85.113.



Skilgreiningar skv. starfsmati kjarasamnings:



Stuðningsfulltrúi I 358 stig



Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig átt við þar sem ekki eru starfræktar sérdeildir. Ekki er gerð krafa um að starfsmaður hafi lokið sérstöku námi fyrir stuðningsfulltrúa.





Stuðningsfulltrúi II 378 stig



Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi. Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig átt við þar sem ekki eru starfræktar sérdeildir.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu, vísað á deild 04210.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ef fyrir liggur nám stuðningsfulltrúa s.s. frá Símey þá taki stuðningsfulltrúi laun skv. stuðningsfulltrúi II þótt ekki sé "um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám" að einingarfjölda.

5.Frá Hestamannafélaginu Hringi; Umsókn um styrk til svæðislýsingar við Hringsholt.

Málsnúmer 201511074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hringi, dagsett þann 9. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð við að koma svæðislýsingu við Hringsholt til betri vegar. Meðfylgjandi er samantekt á núverandi lýsingu, tillaga að endurbótum og kostnaðaráætlun, unnin af Níelsi Sveinssyni, rafvirkja.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um styrk.

Byggðaráð bendir á að frestur til að senda inn erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016 var 1. september s.l.

6.Frá 271. fundi umhverfisráðs þann 11.11.2015; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Á 271. fundi umhverfisráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Til afgreiðslu endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi með þeirri breytingu í 1. gr. að samningurinn gildi til 3ja ára og sé með 3ja mánaðar uppsagnarfresti sem miðist við mánaðarmót. Endurskoðunarákvæði detti því út.

7.Frá 271. fundi umhverfisráðs þann 11.11.2015; Auðlindastefna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Á 271. fundi umhverfisráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 273. fundi sveitarstjórnar þann 27. október 2015 samþykkti sveitarstjórn tillögu veitu- og hafnaráðs að sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð leggur til við byggðaráð að þverfaglegur vinnuhópur fjögurra fagráða verði settur á laggirnar. Lagt er til að vinnuhópurinn verði skipaður sem hér segir: Einn fulltrúi úr Umhverfisráði, einn fulltrúi úr Atvinnumála- og kynningaráði, einn fulltrúi úr Veitu- og hafnaráði, einn fulltrúi úr Landbúnaðaráði. Einnig starfi starfsmenn viðkomandi fagráða með vinnuhópnum; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri. Umhverfisráð leggur til að skoðað verði hvort huga ætti að því að samtvinna vinnu við Auðlindastefnu við vinnu við Atvinnustefnu sem þegar er hafin. Umhverfisráð bendir á að taka þarf ákvörðun um hvort greiða á kjörnum fulltrúum fyrir vinnuna og að ekki er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2015 og 2016. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur ofangreind fagsvið og fagráð, og að það sé skoðað hvort það falli saman að vinna eina sameiginlega atvinnu- og auðlindastefnu í stað tveggja stefna.

Byggðaráð leggur til að starfsmenn ráðanna ásamt sveitarstjóra myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum.

8.Úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga; Úttekt KPMG

Málsnúmer 201507012Vakta málsnúmer

Á 745. fundi byggðaráðs þann 10. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað: "Breytingar hafa verið gerðar á hitaveitumálum þannig að nú er greitt orkugjald í stað rúmmetragjalds. Lagt er til að tekið verði saman áhrif þessa fyrir notendur Hitaveitu Dalvíkur. Skoðað verði hver hitaveitugjöldin eru í samanburði við önnur sveitarfélög. Einnig er lagt til að gerður verði samanburður á því hvað kostar að búa í Dalvíkurbyggð miðað við önnur sveitarfélög og hvert þjónustustigið er t.d. útgjöld til íþróttamál og fleira. Farið verði ofan í saumana á öllum gjöldum s.s. útsvari, fasteignagjöldum, lóðarleigu, veitugjöldum, sorphirðugjöldum, ÆskuRækt o.fl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja ofangreinda vinnu af stað í samræmi við umræður á fundinum en ætlunin er að nota þessa upplýsingar í vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá KPMG drög að lýsingu vegna mögulegs verkefnis ; úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, skipt í tvo áfanga og annars vegar unnið á tímabilinu september 2015 - október 2015 og hins vegar frá október 2015 til mars 2016. Kostnaður við áfanga eitt er áætlaður kr. 700.000 - kr. 1.000.000 án vsk og kostnaður við áfanga tvö er áætlaður kr. 1.900.000 til kr. 2.900.000 án vsk. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1. "



Upplýst var á fundinum að fyrir liggja frumdrög frá KPMG.

Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2016-2019; til umfjöllunar í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna. Lagt fram til kynningar. " Til umræðu ofangreint. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stað 17. nóvember 2015 þar sem freista á þess að ná inn nýjum upplýsingum, til dæmis um framlög úr Jöfnunarsjóði og Þjóðhagsspá sem birt verður á morgun.

Lagt fram til kynningar."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:

a) Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015.

b) Minnisblað vegna gerðar viðlegu í Dalvíkurhöfn, unnið af sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs í nóvember 2015.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða að nota verðbólguspá 3,2% í fjárhagsáætlunarlíkani skv. Þjóðhagsspá í nóvember 2015.

10.Frá 198. fundi fræðsluráðs þann 11.11.2015; Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdu greinargerðir stjórnenda leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar, sömu og lágu fyrir síðasta fundi. Samkvæmt þeim rúmast kostnaður vegna sáttmálans innan fjárhagsramma Árskógarskóla nema til komi aukning á þörf fyrir sérfræðiþjónustu sem ekki er fyrirséð í dag. Dalvíkurskóli þarf viðbótarfjárveitingu upp á 6.700.000 krónur á ári vegna launakostnaðar til að bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna. Innan fjárhagsramma rúmast 450.000 krónur vegna fræðslu starfsmanna. Leikskólarnir Krílakot og Kátakot þurfa 2.500.000 á ári vegna 50% aukningar í sérkennslu, 300.000 kr. til kaupa á málörvunarefni á næsta ári og 500.000 vegna Söguskjóða og námskeiða fyrir foreldra barna af erlendum uppruna. Ekkert af þessu rúmast innan núverandi fjárhagsramma.

Fræðsluráð vísar þörf fyrir viðbótarfjármagn áfram til afgreiðslu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu og felur nýjum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið til skoðunar á nýju ári.

11.Frá sveitarstjóra; Viðræður á milli Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Hafnasamlag Norðurlands; upplýsingar um stöðu mála.

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar viðræður á milli Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og Hafnasamlags Norðurlands um samstarf og/eða sameiningu.



Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 25. mars 2015 var lagt til að Pétur Sigurðsson og Óskar Óskarsson verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í viðræðuhópi sem hefur það verkefni að taka saman gögn sem gæfi glögga mynd af hugsanlegri sameiningu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs