Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510136

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 198. fundur - 11.11.2015

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kom til fundar klukkan 10:00. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kom inn sem gestur í 10 mínútur klukkan 10:45.
Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð.
Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar.





Bjarni fór af fundi klukkan 10:55. Magnús fór af fundi klukkan 11:05

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10.



Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð.

Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar."



Til umræðu ofangreint.



Magnús vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar.

Byggðaráð - 776. fundur - 12.05.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10. Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl. 14:45.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt um hugsanlega sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. maí 2016, unnin af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar.



Til umræðu ofangreint.



Fram kom að úttektin og ofangreint verður til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs á morgun, föstudaginn 13. maí n.k.



Hlynur vék af fundi kl. 13:41.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir.

Fræðsluráð - 205. fundur - 13.05.2016

Til kynningar og umræðu er skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar unnin af Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð og Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna.
Magnús fór af fundi klukkan 9:15

Byggðaráð - 784. fundur - 04.08.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:20.



Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10. Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: 'Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar.' Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl. 14:45.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar. '



Á 776. fundi byggðaráðs þann 12. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt um hugsanlega sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. maí 2016, unnin af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar. Til umræðu ofangreint.

Fram kom að úttektin og ofangreint verður til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs á morgun, föstudaginn 13. maí n.k. Hlynur vék af fundi kl. 13:41. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir.



Á 205. fundi Fræðsluráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna."



Fyrir 784. fundi byggðaráðs liggja samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um stofnun nýs tónskóla; "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga". Gert er ráð fyrir að skólinn mun hefja starfsemi sína í upphafi skólaárs haustið 2016.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir ( frá 776. fundi byggðaráðs þann 12. maí 2016). Á 205. fundi Fræðsluráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað: "Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna." Fyrir 784. fundi byggðaráðs liggja samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um stofnun nýs tónskóla; "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga". Gert er ráð fyrir að skólinn mun hefja starfsemi sína í upphafi skólaárs haustið 2016. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ný samningsdrög "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskóli á Tröllaskaga"



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir.



Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í skólanefnd verði:

Formaður fræðsluráðs, aðalmaður og til vara varaformaður fræðsluráðs.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, aðalmaður, og til vara kennsluráðgjafi.





Fræðsluráð - 208. fundur - 13.09.2016

Magnús G. Ólafsson kom til fundar klukkan 8:15.
Sviðsstjóri kynnti samning um sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar sem undirritaður var þann 19. ágúst 2016.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með stofnun nýs tónlistarskóla og þakkar Magnúsi G. Ólafssyni gott samstarf hans og fræðsluráðs á liðnum árum.