Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:20.
Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 14:10. Á 198. fundi fræðsluráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: 'Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti gögn þau sem fylgdu fundarboði og varða samstarf Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús hefur kynnt hugmyndir sínar varðandi framtíð skólanna fyrir stjórnendum í Fjallabyggð. Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir Magnúsar og felur honum að setja niður á blað faglegan og fjárhagslegan ávinning af þeim. Fræðsluráð leggur til að Magnús kynni hugmyndirnar fyrir yfirstjórn Dalvíkurbyggðar.' Til umræðu ofangreint. Magnús vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að unnið verði að sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar með því markmiði að sameining taki gildi í upphafi skólaárs haustið 2016. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi samkvæmt ofangreindri bókun til bæjarráðs Fjallabyggðar. '
Á 776. fundi byggðaráðs þann 12. maí 2016 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt um hugsanlega sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 2. maí 2016, unnin af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar. Til umræðu ofangreint.
Fram kom að úttektin og ofangreint verður til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs á morgun, föstudaginn 13. maí n.k. Hlynur vék af fundi kl. 13:41. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir.
Á 205. fundi Fræðsluráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað:
"Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna."
Fyrir 784. fundi byggðaráðs liggja samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um stofnun nýs tónskóla; "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga". Gert er ráð fyrir að skólinn mun hefja starfsemi sína í upphafi skólaárs haustið 2016.
Til umræðu ofangreint.