Fræðsluráð

205. fundur 13. maí 2016 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá
Steinunn Jóhannsdóttir og Auður Helgadóttir boðuðu forföll og enginn mætti í þeirra stað.

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónslistarskóla Dalvíkurbyggðar kom inn á fundinn kl 8:15 og sat undir lið nr. 1

1.Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu er skýrsla um úttekt á hugsanlegri sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar unnin af Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs í Dalvíkurbyggð og Kristni J. Reimarssyni, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna.
Magnús fór af fundi klukkan 9:15

2.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.



Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á fræðslu- og menningarsviði