Byggðaráð

785. fundur 11. ágúst 2016 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 50. fundi veitu- og hafnaráðs þann 29.06.2016; Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Pétur Sigurðsson, formaður veitu- og hafnaráðs, Ásdís Jónasdóttir, aðalmaður í veitu- og hafnaráði, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.



Á 50. fundi veitu- og hafnaráðs þann 29. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með bréfi frá 2. júní 2016 sem ber innganginn "Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld" Þar eru tilgreind markmið í nokkrum liðum, síðan er óskað eftir því að eða eins og fram kemur að í umræddu bréfi: "Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð fari yfir í hverjum málaflokki og deild eftir því sem við á hvað í þjónustu sveitarfélagsins fellur undir lögbundna þjónustu, grunnþjónustu og valkvæða þjónustu og taki saman yfirlit hvaða verkefni sveitarfélagið mætti leggja af. Að fundnar verði leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu. Ef ekki er hægt að auka hagræði í rekstri án þess að minnka þjónustustigið þá þurfa að koma raunhæfar tillögur. Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð skuli gera tillögur um niðurskurð í rekstri málaflokka og deilda um 6,5% miðað við reglulega starfsemi, þ.e.“ einskiptisverkefni“ eru ekki hluti af reglulegri starfsemi og þarf því að taka út fyrir sviga. Leiga til Eignasjóðs er ekki liður sem hægt er að horfa til. Miðað skal við rekstrarniðurstöður ársins 2015, sjá nánar Fylgisjal I." Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var formanni og sviðstjóra falið að koma með tillögur svo hægt væri að mæta þeim markmiðum sem fram koma hér að framan. Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir og tillögur.

Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum. Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn. Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins. "



Til umræðu ofangreint.



Niðurstaðan er að sameiginlegur skilningur er á milli aðila hvert verkefnið er.



Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.



Pétur, Ásdís og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:55.

3.Framkvæmdir á vegum Umhverfis- og tæknisviðs sumarið 2016

Málsnúmer 201604066Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:00.



Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram tillaga sviðsstjóra að breytingum á framkvæmdaráætlun 2016.

Umhverfisráð óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdum við Svarfaðarbraut sunnan Mímisvegar, en að öðru leyti samþykkir ráðið framlagðar tillögur. Samþykkt með fimm atkvæðum. "



Til umræðu staða framkvæmda og viðhalds ársins 2016 skv. starfs- og fjárhagsáætlun.



Kristján vék af fundi undir þessum lið kl. 14:14 til annarra starfa.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:40.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun á samningi Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar; Tónlistarskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 201510136Vakta málsnúmer

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í fræðsluráði og leggur til við sveitarstjórn að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra úttektar sem liggur fyrir ( frá 776. fundi byggðaráðs þann 12. maí 2016). Á 205. fundi Fræðsluráðs þann 13. maí 2016 var eftirfarandi bókað: "Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með vinnuna sem liggur að baki skýrslunni og styður áframhaldandi vinnu að sameiningu skólanna. Von fræðsluráðs er að sú hagræðing sem fæst við sameininguna komi fram í minni kostnaði sveitarfélagsins og þeirra sem nýta þjónustuna." Fyrir 784. fundi byggðaráðs liggja samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um stofnun nýs tónskóla; "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga". Gert er ráð fyrir að skólinn mun hefja starfsemi sína í upphafi skólaárs haustið 2016. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ný samningsdrög "Samningur vegna sameiningar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskóli á Tröllaskaga"



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir.



Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í skólanefnd verði:

Formaður fræðsluráðs, aðalmaður og til vara varaformaður fræðsluráðs.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, aðalmaður, og til vara kennsluráðgjafi.





5.Lokastígur 1, íbúð 0203. Kauptilboð.

Málsnúmer 201608023Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kauptilboð, dagsett þann 9. ágúst 2016, frá Skarphéðni Reynissyni, kt. 220563-4059, og Júlíu Margréti Guðbjarnardóttur, kt. 260166-3289, í fasteign sveitarfélagsins við Lokastíg 1, íbúð 0203, fastanúmer 215-5066. Fjárhæð kauptilboðs er kr. 7.500.000.
Byggðaráðs samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni.

6.Frá forsætisráðuneytinu; Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur.

Málsnúmer 201607079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 27. júlí 2016, þar sem fram kemur að haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Skiptar skoðanir hafa verið á því hversu ítarleg eigandastefna fyrir þjóðlendur eigi að vera og hversu langt sé hægt að ganga í mörkun stefnu og þá sérstaklega með tilliti til gildandi lagaákvæða um þjóðlendur og annarra stefnumótandi áætlana á landsvísu sem eiga sér stoð í lögum. Þess er óskað að ábendingar og athugasemdir verði sendar fyrir 1. september 2016.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

7.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi - Gísli, Eiríkur og Helgi (stækkun)

Málsnúmer 201607086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 28. júlí 2016, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn Kristínar A. Símonardóttur, kt. 190964-2729, fyrir hönd Gísla, Eiríks og Helga ehf., kt. 520713-1580, er varðar viðbót á rekstrarleyfi vegna efri hæðar; flokkur III.



Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingafulltrúa, dagsett þann 28. júlí 2016, og jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 29. júlí 2016, að því gefnu að fylgt verði leiðbeiningum slökkviliðs varðandi þann frágang á húsnæði sem er enn ólokið.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstarleyfi í veitingaflokki I að Goðabraut 24, Dalvík

Málsnúmer 201608022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. júlí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kanokwan Srichaimun, kt. 101070-2639, um rekstrarleyfi í veitingastaðaflokki I en um er að ræða veisluþjónustu og veitingaverslun að Goðabraut 24 á Dalvík.



Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingafulltrúa, dagsett þann 9. ágúst 2016, og jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra, dagsett þann 9. ágúst 2016.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

9.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs; Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Frestað.

10.Frá Golfklúbbnum Hamar; Nýr golfvöllur; Ósk vegna vinnu við deiluskipulag; varðar kynningarfund

Málsnúmer 201603061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Golfklúbbi Hamar Kári Ellertsson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Jörgen kl. 15:08.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:08.



Á 275. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu." Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Hamars, dagsettur þann 3. ágúst 2016, þar sem fram kemur að Golfklúbburinn hefur hafið undirbúning kynningar á hugmyndum um nýjan golfvöll í fólkvangi Dalvíkur sem byggðar eru á skýrslu Edwin Roald. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 15. september n.k. kl. 17.

Fram kemur jafnframt að samkvæmt úttekt Edwins Roald sem kynntar hafa verið í kjörnum fulltrúum Dalvíkurbyggðar þá sér hann fyrir sér að golfvöllur í fólkvanginum verði ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af almennu útivistarsvæði með göngustígum og fleiru sem ætlað væri öllum íbúum sveitarfélagsins og ferðafólki á svæðinu. Golfklúbbnum finnst því mikilvægt að sveitarfélagið komi að kynningunni ásamt golfklúbbnum.



Golfklúbbnum Hamar finnst þannig mjög mikilvægt að sveitarfélagið sýni verkefninu stuðning með þátttöku í kynningunni bæði hvað varðar efnisinnihald kynningarinnar og kostnaðinn við hana.



Stjórn Golfklúbbsins Hamars óskar eftir því að Dalvíkurbyggð komi að umræddum kynningarfundi ásamt klúbbnum samkvæmt fundargerð byggðaráðs frá 9. mars 2016.



Til umræðu ofangreint.



Kári og Sigurður viku af fundi kl. 15:30
Lagt fram til kynningar. Bókun byggðaráðs um frá 9. mars 2016 stendur óbreytt, þ.e. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. "





Afgreiðslu frestað hvað varðar beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í fundarkostnaði; óskað var eftir nánari upplýsingum um kostnað við fundinn og beiðni um hlutdeild sveitarfélagsins. Óskað var eftir að Golfklúbburinn sendi drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðs funds fyrir næsta fund byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs