Frá forsætisráðuneytinu; Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur.

Málsnúmer 201607079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 27. júlí 2016, þar sem fram kemur að haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Skiptar skoðanir hafa verið á því hversu ítarleg eigandastefna fyrir þjóðlendur eigi að vera og hversu langt sé hægt að ganga í mörkun stefnu og þá sérstaklega með tilliti til gildandi lagaákvæða um þjóðlendur og annarra stefnumótandi áætlana á landsvísu sem eiga sér stoð í lögum. Þess er óskað að ábendingar og athugasemdir verði sendar fyrir 1. september 2016.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 27. júlí 2016, þar sem fram kemur að haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta tillögu að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Skiptar skoðanir hafa verið á því hversu ítarleg eigandastefna fyrir þjóðlendur eigi að vera og hversu langt sé hægt að ganga í mörkun stefnu og þá sérstaklega með tilliti til gildandi lagaákvæða um þjóðlendur og annarra stefnumótandi áætlana á landsvísu sem eiga sér stoð í lögum. Þess er óskað að ábendingar og athugasemdir verði sendar fyrir 1. september 2016.

Á 798. fundi byggðaráðs var ofangreindu erindi vísað til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Lagt fram til kynningar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.