Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Yfirlit yfir þróun útsvarstekna Dalvíkurbyggðar 2016.
Greitt útsvar til Dalvíkurbyggðar janúar - maí 2016 er 3,52% hærra en fyrir sama tímabil árið 2015, á verðlagi hvors árs fyrir sig. Til samanburðar þá hefur launavísitala hækkað um 13,35% frá apríl 2015 til apríl 2016.
Til samanburðar þá eru launagreiðslur Dalvíkurbyggðar ásamt launatengdum gjöldum og fundaþóknunum 9,61% hærri fyrir tímabilið janúar - apríl 2016 í samanburði við sama tímabil árið 2015, eða um 28 m.kr. hærri. Þar af eru um 14,7 m.kr. vegna uppeldis- og fræðslumála. Hluti af þessum 28 m.kr. eru leiðréttingar inn á árið 2015 vegna nýrra kjarasamninga það sem af er árs, s.s. BHM, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.
b) Yfirlit yfir þróun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árin 2013-2016.
Heildarframlög úr Jöfnunarsjóði til Dalvíkurbyggðar árið 2015 voru kr. 391.700.617 en árið 2014 kr. 382.982.741. Breytingin er kr. 8.717.876 eða 2,287%. Útgjaldaframlagið lækkaði um kr. 9.478.061 á milli áranna 2014 og 2015 eða um 5,1%.
Fyrirspurn varðandi ofangreint hefur verið sent til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
c) Mánaðarlegar stöðuskýrslur.
Byggðaráð fékk senda mánaðarlega stöðuskýrslu í rafrænni áskrift þann 2. júní s.l.
Til umræðu ofangreint.