Málsnúmer 201604128Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs stjórn Menningarfélagsins Bergs ses; Vignir Þór Hallgrímsson, formaður stjórnar, Svanfríður Jónasdóttir, aðalmaður, Dagur Óskarsson, varamaður og Margrét Víkingsdóttir varamaður, Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður, boðaði forföll, kl. 13:31, ásamt framkvæmdastjóra Grétu Arngímsdóttur.
Á 788. fundi byggaðráðs þann 25. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00 Til umræðu breytingar framundan í starfsemi Bergs þar sem framkvæmdastjóri hefur sagt upp störfum sem og Þula hefur sagt upp aðstöðu í húsinu hvað varðar veitingarekstur, sbr. auglýsing er birtist m.a. á vef menningarhússins Bergs ses. 18. ágúst 2016, þar sem auglýst er eftir nýjum framkvæmdastjóra sem og rekstraraðila fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Bergi Dalvík frá 1. nóvember 2016.
http://www.dalvikurbyggd.is/menningarhus/9478/Framkvaemdastjori-veitingarekstur-i-menningarhusinu-Bergi/default.aspx Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:29.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með stjórn Menningarfélagsins Berg ses."
Vignir Þór, Svanfríður, Dagur, Margrét og Gréta viku af fundi kl.14:18.
b) Lagt fram.