Útboð vátrygginga 2016

Málsnúmer 201604054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 777. fundur - 19.05.2016

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:24.



Á 772. fundi byggðaráðs þann 31. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi niðurstaða bókuð:

'Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að samningur við VÍS verði framlengdur í samræmi við ákvæði samningsins og hugað verði að útboði á næsta ári.'



Til umræðu ofangreint.



Í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir útboði á vátryggingum sveitarfélagsins.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafinn verði undirbúningur að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögur að vinnuhóp og hvert skuli leita með ráðgjöf."



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem aflað hefur verið um útboð vátrygginga sveitarfélaga sem og umfjöllun framkvæmastjórnar.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

a") Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf. "



Verðfyrirspurn vegna ráðgjafar og umsjónar vegna útboðs á vátryggingum fyrir Dalvíkurbyggðar var send út þann 1. júní s.l. til Ríkiskaupa og Consello. Frestur til að svara var í síðasta lagi 7. júní s.l. kl. 16:00.



Á fundinum voru kynnt svör frá ofangreindum aðilum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consello.

Byggðaráð - 781. fundur - 23.06.2016

Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað: a") Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf. " Verðfyrirspurn vegna ráðgjafar og umsjónar vegna útboðs á vátryggingum fyrir Dalvíkurbyggðar var send út þann 1. júní s.l. til Ríkiskaupa og Consello. Frestur til að svara var í síðasta lagi 7. júní s.l. kl. 16:00. Á fundinum voru kynnt svör frá ofangreindum aðilum.

Niðurstaða Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consello. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Consello.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.

Byggðaráð - 792. fundur - 15.09.2016

Á fundi byggðaráðs var farið yfir drög að útboðslýsingu vegna útboðs á vátryggingum Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Föstudaginn 7. október 2016 voru tilboð opnuð í "Vátryggingarútboð á lögbundnum, samningsbundnum og frjálsum vátryggingum Dalvíkurbyggðar og tengdra aðila." Tilboð bárust frá 4 aðilum og var lægstbjóðandi VÍS.



Á fundinum var farið yfir minnisblað frá Guðmundi M. Ásgrímssyni, tryggingaráðgjafa hjá Consello, dagsett þann 12. október 2016, er varðar niðurstöður útboðs vátrygginga Dalvíkurbyggðar. Mælt er með að samið verði við VÍS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verið til samninga við VÍS.

Byggðaráð - 803. fundur - 03.11.2016

Á 284. fundi sveitarstjórnar þann 18. október s.l. var samþykkt samhljóða tillaga byggðaráðs að ganga til samninga við VÍS að undangengnu útboði.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og VÍS um vátryggingarvernd.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að ofangreindum samningi eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu frá framkvæmdastjórn hvað varðar tengilið Dalvíkurbyggð vegna forvarna og öryggismála.