Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer
Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn aftur undir þessum lið kl. 15:50.
Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:
a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Emil Björnsson, starfsmaður Símeyjar á Dalvík, kl. 13:13. Einnig komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Á 793. fundi byggðaráðs þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað: "201511067 - Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús. Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44. Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar. "Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar: a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla. b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr. c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umfjöllunar ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs. b) Áður afgreitt. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Valgeir og Emil viku af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að vinna áfram að þeim tillögum og kostnaðaráætlun er varðar flutning á Tónlistarskólanum yfir í Víkurröst og samlegðaráhrifum því tengdu."
Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og formaður byggðaráðs fóru yfir þá skoðun sem gerð hefur verið á þessum málum frá síðastu umfjöllun byggðaráðs um málið.
Hlynur vék af fundi kl. 16:00.