Byggðaráð

797. fundur 13. október 2016 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 29.09.2016; Breytingar í starfsmannahaldi.

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:29 vegna vanhæfis.



Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:



201609018 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017



Á 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 29. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Íris Hauksdóttir vék af fundi kl. 8:25 Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins. Fjallað um minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Kostnaður við endurskipulagningu er kr. 5.000.000 sem ekki er í ramma málaflokksins. Með fundarboði fylgdi tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skiptingu fjárhagsramma. Miðast tillagan við ramma áður en kemur til hækkunar vegna endurskipulagningu á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar og er kr. 2.433.262 undir ramma. Rammi 271.712.486 Íþrótta- og æskulýðsráð 4.524.291 Æskulýðsfulltrúi 13.223.043 Heilsueflandi Dalvíkurbyggð 665.021 Leikvellir - Sumarnámskeið 155.850 Vinnuskóli 8.728.389 Víkurröst félagsmiðstöð 11.082.064 Íþróttamiðstöð 141.021.004 Ungmennaráð 419.002 Rimar 8.668.935 Árskógur 10.342.345 Sundskáli Svarfdæla 4.004.703 Styrkir v/ æskulýðsmála 65.391.582 Sparkvöllur 1.053.000 Samtals 269.279.224 Vegna endurskipulagningar starfi forstöðumanns Víkurrastar: 5.000.000 Mismunur: 2.566.738 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir með ósk um hækkun á ramma vegna endurskipulagningar á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar að upphæð samtals 2.566.738. Íris Hauksdóttir kom aftur á fundinn kl. 8:45"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 15:04.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum, í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."



Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir þá útreikninga sem hann hefur unnið að frá síðsta fundi.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð fullmótaða tillögu.

2.Frá Eyþingi; Fundargerðir nr. 285 og nr. 286.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Frestað.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer

Frestað.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201609132Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610015Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá Eyþingi; Aðalfundur Eyþings 2017

Málsnúmer 201610031Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi - Höfði gistihús

Málsnúmer 201609135Vakta málsnúmer

Frestað.

8.Frá Leiðtogaþjálfun ehf.; Tilboð vegna þjálfunar stjórnenda Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201610029Vakta málsnúmer

Frestað.

9.Frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands; ágóðahlutagreiðsla.

Málsnúmer 201602124Vakta málsnúmer

Frestað.

10.Frá Greiðri leið ehf.; Árleg aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.

Málsnúmer 201610028Vakta málsnúmer

Frestað.

11.Lántaka 2016

Málsnúmer 201608031Vakta málsnúmer

Frestað.

12.Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn aftur undir þessum lið kl. 15:50.



Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Emil Björnsson, starfsmaður Símeyjar á Dalvík, kl. 13:13. Einnig komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Á 793. fundi byggðaráðs þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað: "201511067 - Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús. Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44. Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar. "Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar: a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla. b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr. c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umfjöllunar ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs. b) Áður afgreitt. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Valgeir og Emil viku af fundi kl. 13:34.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að vinna áfram að þeim tillögum og kostnaðaráætlun er varðar flutning á Tónlistarskólanum yfir í Víkurröst og samlegðaráhrifum því tengdu."



Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og formaður byggðaráðs fóru yfir þá skoðun sem gerð hefur verið á þessum málum frá síðastu umfjöllun byggðaráðs um málið.



Hlynur vék af fundi kl. 16:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með uppfærða kostnaðaráætlun eins og unnt er og í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir um flutning á starfsemi á milli húsa, til að hafa til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

13.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

Til umræðu staða mála hvað varðar yfirferð yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020.



a) Veikindapottur.



b) Fasteignir undir málaflokki 06 sem eru ekki notaðar undir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi af sveitarfélaginu, sbr. bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.



Þær húseignir sem um ræðir eru Rimar, Sundskáli Svarfdæla, Árskógur, Hreiður og gamla íþróttahúsið í Víkurröst.



c) Skiltamál - tillögur vinnuhóps.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.



e) Næstu fundir.



a) Veikindapottur



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki verði áætlað fyrir ófyrirséðum veikindum til lengri og/eða skemmri tíma, sbr. eins og verið hefur vinnuregla.



b) Fasteignir undir málaflokki 06 sem eru ekki notaðar undir íþrótta- og æskulýðsstarfi.



Til umræðu og afgreiðslu frestað. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um Árskóg hver skiptingin er út frá notkun, þ.e. hlutfall skólahúsnæðis, íþróttahúss og félagsheimilis, þannig að hægt sá að ákvarða undir hvaða málaflokk fasteignir eiga heima og þá leiga Eignasjóðs.



c) Skiltamál - tillögur vinnuhóps.



Afgreiðslu frestað.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.



Lagt fram.



e) Næstu fundir.



Næstu aukafundir ákveðnir á fundinum.



14.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Reglur um hvatagreiðslur; varðar Tónlistarskólann á Tröllaskaga.

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 15:10.



Á 1. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 7. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Í fylgigögnum undir þessum lið eru lagðar fram reglur um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og reglur og skilyrði um frístundastyrki Fjallabyggðar. Skoða þarf hvort og þá með hvaða hætti hægt er að samræma þær. Fram kemur verulegt ósamræmi milli upphæðar frístundastyrkja í sveitarfélögunum. Skólanefnd leggur til að embættismenn komi upplýsingum þar að lútandi á framfæri við bæjar- og byggðaráð".



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhæðir hvatagreiðslna fyrir nemendur Dalvíkurbyggðar í tónlistarskóla verði í samræmi við reglur sveitarfélagsins um hvatagreiðslur en til að einfalda ferlið þá fari umsóknir um hvatagreiðslur ekki í gegnum ÆskuRækt, eins og verið hefur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Tónlistarskóla að móta tillögur í samræmi við ofangreint.

15.Frá Veiðifélagi Þorvaldsdalsár; Aðalfundarboð 2016

Málsnúmer 201610037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð um aðalfund hjá Veiðifélagi Þorvaldsdalsá fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 19:30 í húsi Kötlu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

16.Frá Þjóðskrá Íslands; Alþingiskosningar 2016; kjörskrá.

Málsnúmer 201609002Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs var lagður fram kjörskrástofn vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016, sbr. rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands dagsettur þann 28. september 2019.

Á kjörskrá eru 1.320, 676 karlar og 644 konur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum kjörskrá eins og hún liggur fyrir og felur sveitarstjóra að undirrita áður en hún verður lögð fram , eigi síðar en miðvikudaginn 19. október n.k.

17.Útboð vátrygginga 2016

Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer

Föstudaginn 7. október 2016 voru tilboð opnuð í "Vátryggingarútboð á lögbundnum, samningsbundnum og frjálsum vátryggingum Dalvíkurbyggðar og tengdra aðila." Tilboð bárust frá 4 aðilum og var lægstbjóðandi VÍS.



Á fundinum var farið yfir minnisblað frá Guðmundi M. Ásgrímssyni, tryggingaráðgjafa hjá Consello, dagsett þann 12. október 2016, er varðar niðurstöður útboðs vátrygginga Dalvíkurbyggðar. Mælt er með að samið verði við VÍS.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verið til samninga við VÍS.

18.Frá innanríkisráðuneytinu; Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201610027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 3. október 2016, þar sem tilgangurinn er að skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Viðauki við fjárhagsáætlun er fyrirfram ákveðin heimild til breytingar og er ekki ætlað að þjóna sem leiðrétting á skuldbindingum sem stofnað var til án heimildar í fjárhagsáætlun.

Í bréfi ráðuneytisins er einnig farið yfir hvaða þættir þurfa að vera til staðar í viðauka.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram.

19.Frá Brú, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga; Hækkun mótframlags launagreiðanda í A-deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201610038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Brú Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga er varðar hækkun mótframlags launagreiðanda í A-deild Brúar lífeyrissjóðs, dagsett þann 3. október s.l.



Meðfylgjandi í fundarboði er einnig rafpóstur frá framkvæmdastjóra Sambands íslenska sveitarfélaga, dagsettur þann 12. október s.l, þar sem vísað er í fyrri rafpóst frá 3.október s.l. ásamt fylgiskjali. Fram kemur að ljóst er að frumvarp sem samið var á grundvelli samkomulagsins um framtíðarskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna 2016 verður ekki samþykkt sem lög á yfirstandandi þingi. Það þýðir að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá er ekkert annað að gera en að reikna með hækkun mótframlags um næstu áramót við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Vísað er einnig í ofangreinda tilkynningur Brúar um hækkun á mótframlagi um skv. ákvörðun stjórnar Brúar lífeyrissjóðs þann 30. september s.l. um að hækka mótframlag launagreiðanda sem greiða í A-deild sjóðsins úr 12% í 16,8%.



Þess er vænta að LSR hafið tilkynnt viðkomandi launagreiðendum, þ.m.t. sveitarfélögum, um ákvörðun stjórnar LSR um hækkun á iðgjaldi lauangreiðanda í A-deild LSR um næsta áramót úr 11,5% í 15,1%.



Í frétt á heimasíðu sambandsins koma fram sjónarmið fjármála- og efnahagsráðuneytisins og sambandsins í sameiginlegri yfirlýsingu vegna þessa máls.





Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2002.

20.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 201610042Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga staðgreiðsluáætlun fyrir árin 2016 og 2017. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 8,3% á milli ára 2016 og 2017.



Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir 5,25% hækkun á milli ára.
Lagt fram.

21.Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Eftirfylgni með úttekt á Dalvíkurskóla - upplýsinga óskað á mat sveitarstjórnar á framkvæmd umbóta

Málsnúmer 201608027Vakta málsnúmer

Á 792. fundi byggðaráðs þann 15. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 6. september 2016, þar sem vísað er til fyrri bréfasamskipta vegna úttektar á Dalvíkurskóla árið 2014. Fram kemur að staðfesting skólastjóra á að umbótum sé lokið barst ráðuneytinu með rafpósti þann 15. ágúst 2016. Ráðuneytið minnir á beiðni þess um staðfestingu sveitarfélags og mat sveitarstjórnar á hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar. Þess er vænst að staðfesting berist ráðuneytinu eigi síðar en 20. september n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með vísan í umfjöllun fræðsluráðs um málið."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 6. október 2016, þar sem fram kemur að þessu máli er lokið að hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

22.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:

"a) Gjaldskrá frá umhverfisráði: Á 282. fundi umhverfiráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað: "201609081 - Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2017 Lögð fram tillaga að gjaldskrám 2017. Umhverfisráð leggur til framlagðar breytingar á gjaldskrám og felur sviðsstjóra að færa inn texta vegna tengingar við vísitölu samkvæmt umræðum á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum." Ofangreinar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs. Byggingafulltrúi. Böggvisstaðaskáli, leiga. Gatnagerðargjöld. Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla. Tillaga að sorphirðugjaldi 2017 b) Gjaldskrár frá landbúnaðaráði: Á 107. fundi landbúnaðarráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað: "201609085 - Gjaldskrár landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar 2017 Til kynningar tillaga að gjaldskrám 2017. Ráðið leggur til að allar framlagðar gjaldskrár verði tengdar vísitölu neysluverðs og uppreiknist einu sinni á ári. Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár. Samþykkt með fimm atkvæðum." Ofangreindar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs: Búfjárleyfi og lausaganga búfjár. Fjallskil Hundahald Kattahald Leiguland Upprekstur á búfé. c) Gjaldskrár frá íþrótta- og æskulýðsráði: Á 82. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð vann grunn að gjaldskrám málaflokksins. Grunnurinn er samþykktur og mun taka gildi 1. janúar 2017. Ákveðið að eftirtaldar breytingar verði gerðar til einföldunar á endurskoðun gjaldskráa næstu ára og mun þetta ákvæði því taka gildi frá og með 1. janúar 2018. Gjaldskráin miðast við neysluverðsvísitölu og er upphafsstaða miðuð við 1. október 2016. Gjaldskrárbreytingar eru einu sinni á ári og tekur hækkunin gildi 1. janúar ár hvert. Tekið er mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þann 1. október ár hvert um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Grunngjald gjaldskrár breytist ekki á milli ára nema ef íþrótta- og æskulýðsráð ákveði að breyta grunngjaldi til hækkunar eða lækkunar óháð breytingu á neysluverðsvísitölu og leggur þá ráðið þá tillögu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ef íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki slíka tillögu þá uppfærist gjaldskráin sjálfkrafa þann 1. janúar ár hvert samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Með fundarboði byggðaráðs fylgja ofangriendar gjaldskrár: Íþróttamiðstöð Árskógur Félagsmiðstöðin Týr.

Afgreiðslu frestað."





Á 12. fundi fræðsluráðs þann 12. október var eftirfarandi bókað:

"Sviðsstjóri gerði grein fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að almennt hækki gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins um 3,9% milli áranna 2016 og 2017. Tekið er mið af verðbólguspá Hagstofu Íslands.

Fræðsluráð samþykkir 3,9% hækkun á þeim gjaldskrám sem undir ráðið heyra".



Á 53. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. október s.l. voru gjaldskrár Hafnasjóðs og Veitna til umfjöllunar en afgreiðslu frestað.



Til umræðu ofangreint.



Afreiðslu frestað.

23.Fjárhagsáætlun 2017; Frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; búsetumál.

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum þeirra sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir einnig með 3 atkvæðum að stofna 3 manna vinnuhóp innanhúss sem skipi sviðsstjórum félagamálasviðs, umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra. Byggðaráð beinir því til vinnuhópsins að leita upplýsinga hvert sé hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar búsetumál fatlaðra einstaklinga, kanna hvert sé hlutverk ríkisins er varðar fjármögnun og hvaða leiðir séu almennt færar. Byggðaráð bendir einnig á að foreldrahópurinn óskar eftir að þau séu höfð með í ráðum þegar hugað er að búsetuformi til frambúðar."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu.

Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs