Frá innanríkisráðuneytinu; Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201610027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 3. október 2016, þar sem tilgangurinn er að skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Viðauki við fjárhagsáætlun er fyrirfram ákveðin heimild til breytingar og er ekki ætlað að þjóna sem leiðrétting á skuldbindingum sem stofnað var til án heimildar í fjárhagsáætlun.

Í bréfi ráðuneytisins er einnig farið yfir hvaða þættir þurfa að vera til staðar í viðauka.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram.