Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:
"a) Gjaldskrá frá umhverfisráði: Á 282. fundi umhverfiráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað: "201609081 - Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2017 Lögð fram tillaga að gjaldskrám 2017. Umhverfisráð leggur til framlagðar breytingar á gjaldskrám og felur sviðsstjóra að færa inn texta vegna tengingar við vísitölu samkvæmt umræðum á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum." Ofangreinar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs. Byggingafulltrúi. Böggvisstaðaskáli, leiga. Gatnagerðargjöld. Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla. Tillaga að sorphirðugjaldi 2017 b) Gjaldskrár frá landbúnaðaráði: Á 107. fundi landbúnaðarráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað: "201609085 - Gjaldskrár landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar 2017 Til kynningar tillaga að gjaldskrám 2017. Ráðið leggur til að allar framlagðar gjaldskrár verði tengdar vísitölu neysluverðs og uppreiknist einu sinni á ári. Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár. Samþykkt með fimm atkvæðum." Ofangreindar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs: Búfjárleyfi og lausaganga búfjár. Fjallskil Hundahald Kattahald Leiguland Upprekstur á búfé. c) Gjaldskrár frá íþrótta- og æskulýðsráði: Á 82. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð vann grunn að gjaldskrám málaflokksins. Grunnurinn er samþykktur og mun taka gildi 1. janúar 2017. Ákveðið að eftirtaldar breytingar verði gerðar til einföldunar á endurskoðun gjaldskráa næstu ára og mun þetta ákvæði því taka gildi frá og með 1. janúar 2018. Gjaldskráin miðast við neysluverðsvísitölu og er upphafsstaða miðuð við 1. október 2016. Gjaldskrárbreytingar eru einu sinni á ári og tekur hækkunin gildi 1. janúar ár hvert. Tekið er mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þann 1. október ár hvert um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Grunngjald gjaldskrár breytist ekki á milli ára nema ef íþrótta- og æskulýðsráð ákveði að breyta grunngjaldi til hækkunar eða lækkunar óháð breytingu á neysluverðsvísitölu og leggur þá ráðið þá tillögu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ef íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki slíka tillögu þá uppfærist gjaldskráin sjálfkrafa þann 1. janúar ár hvert samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Með fundarboði byggðaráðs fylgja ofangriendar gjaldskrár: Íþróttamiðstöð Árskógur Félagsmiðstöðin Týr.
Afgreiðslu frestað."
Á 12. fundi fræðsluráðs þann 12. október var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri gerði grein fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að almennt hækki gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins um 3,9% milli áranna 2016 og 2017. Tekið er mið af verðbólguspá Hagstofu Íslands.
Fræðsluráð samþykkir 3,9% hækkun á þeim gjaldskrám sem undir ráðið heyra".
Á 53. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. október s.l. voru gjaldskrár Hafnasjóðs og Veitna til umfjöllunar en afgreiðslu frestað.
Til umræðu ofangreint.