Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer
a) Launamál vegna breytinga á störfum íþrótta- og æskulýðsmála.
Undir þessum lið vék Kristján Guðmundsson af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Á 800. fundi byggðaráðs þan 19. október s.l. var eftirfarandi bókað:
"Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:06 vegna vanhæfis.
Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var til umfjöllunar breytingar í starfsmannahaldi vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Byggðaráð samþykkti að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fullmótaða tillögu fyrir byggðaráðs.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir tillögur og samantekt sína á útreikingum varðandi ofangreindar breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir hækkun á áætluðum ramma vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Víkurröst og Íþróttamiðstöð.
Deild 06310: hækkun var kr. 693.484 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun um kr. 2.000.0000.
Deild 06020: hækkun var kr. 836.118 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun kr. 1.630.000.
Deild 06500: hækkun var kr. 1.371.415 þann 19.01.2016 en yrði þá hækkun um kr. 1.460.000.
Samtals breyting um 2,5 m.kr.
Til umræðu ofangreint.
Gísli vék af fundi kl. 13:16.
b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:16 undir þessum lið.
Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, þá fór til fyrri umræðu fjárhagsrammi að upphæð kr. 33.800.148 inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar. Þann 1. nóvember s.l. barst ný tillaga að fjárhagsramma fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga, sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2016. Þar hefur ramminn hækkað upp í kr. 41.963.374 eða um kr. 8.163.226 sem þýðir þá nettó hækkun inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar en gerðar voru breytingar á skiptihlutfalli á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Til umræðu ofangreint.
Hlynur vék af fundi kl. 13:44.
c) Verðbólguspá 2017, uppfært.
Í tilögu að fjárhagsáætlun 2017, sem fór til fyrri umræðu 8. nóvember s.l., er gert ráð fyrir verðbólguspá 2017 3,9%. Samkvæmt uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember s.l. er gert ráð fyrir að verðbólga ársins 2017 verði 2,4% en ekki 3,9%.
d) Annað er varðar fjárhagáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.
Rætt um nokkrar útfærslur.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki verði gerðar breytingar á fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, á milli umræðna þar sem fara þarf yfir þá óvissuþætti sem hafa komið í ljós hvað varðar skiptihlutfall á milli sveitarfélaganna.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun í samræmi við nýja verðbólguspá.
d) Lagt fram.