Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Breyting í bókhaldi

Málsnúmer 201605140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 779. fundur - 07.06.2016

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, bréf dagsett þann 27. maí 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að flytja af liðum í fjárhagsáætlun 2016; af 05310-4390 kr. 200.000 og 05310-4685 kr. 200.000 og yfir á launalið 05310-1010.



Um er að ræða vinnu vegna skráningar á gömlum ljósmyndum í Fotostation.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sem og að fá samantekt á því hver staða skráninga á ljósmyndum í Héraðsskjalasafni Svarfdæla er og hvernig framhaldið er áætlað.

Byggðaráð - 804. fundur - 17.11.2016

Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

2"01605140 - Breyting í bókhaldi



Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, bréf dagsett þann 27. maí 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að flytja af liðum í fjárhagsáætlun 2016; af 05310-4390 kr. 200.000 og 05310-4685 kr. 200.000 og yfir á launalið 05310-1010.



Um er að ræða vinnu vegna skráningar á gömlum ljósmyndum í Fotostation.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sem og að fá samantekt á því hver staða skráninga á ljósmyndum í Héraðsskjalasafni Svarfdæla er og hvernig framhaldið er áætlað."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um stöðu skráningar á ljósmyndum á Héraðsskjalasafni Svarfdæla,dagsett þann 13. júní 2016, og umsögn sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 7. nóvember 2016, þar sem fram kemur að lagt er til að færa kr. 400.000 af liðum 05310-4390 og 053104-4685 og flytja á launalið 05310-1010. Fram kemur einnig að það liggur fyrir að þegar er búið að framkvæma stærstan hluta þeirrar vinnu sem þessi tilfærsla á að dekka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki er hægt að verða við beiðni um tilfærslu á milli liða í fjárhagsáætlun 2016 samkvæmt ofangreindu erindi þar sem fyrir liggur að þegar er búið að framkvæma stærstan hluta þeirrar vinnu sem þessi tilfærsla á að dekka.