Afsláttur fasteignaskatts 2017 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201611065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 804. fundur - 17.11.2016

Með fundarboði fylgdi gildandi reglur sveitarfélagsins um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Ekki eru tillögur um efnislega breytingar en byggðaráð þarf að taka afstöðu til fjárhæðar afsláttar af fasteignaskatti sem og fjárhæð tekjutengingar, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna hjóna og sambýlisfólks. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða en skylt er að setja þar sérstakar reglur um.



Heildarfjárhæð afsláttar árið 2016 var kr. 2.227.132, áætlað kr. 2.121.000.



Til umræðu ofangreint.



Frestað.

Byggðaráð - 805. fundur - 08.12.2016

Á 804. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:



"Með fundarboði fylgdi gildandi reglur sveitarfélagsins um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Ekki eru tillögur um efnislega breytingar en byggðaráð þarf að taka afstöðu til fjárhæðar afsláttar af fasteignaskatti sem og fjárhæð tekjutengingar, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna hjóna og sambýlisfólks. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða en skylt er að setja þar sérstakar reglur um. Heildarfjárhæð afsláttar árið 2016 var kr. 2.227.132, áætlað kr. 2.121.000. Til umræðu ofangreint.

Frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka fjárhæð afsláttar um 3,9% og tekjuviðmið um 3,9%.