Byggðaráð

794. fundur 06. október 2016 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Emil Björnsson, starfsmaður Símeyjar á Dalvík, kl. 13:13. Einnig komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 793. fundi byggðaráðs þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað:



"201511067 - Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.



Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44.



Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar.

"Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar:

a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla.

b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr.

c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."



Til umfjöllunar ofangreint.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs.

b) Áður afgreitt.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."



Til umræðu ofangreint.



Valgeir og Emil viku af fundi kl. 13:34.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að vinna áfram að þeim tillögum og kostnaðaráætlun er varðar flutning á Tónlistarskólanum yfir í Víkurröst og samlegðaráhrifum því tengdu.

2.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 793. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"201408097 - Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur



Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00. Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík. Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti. Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn er varðar hönnun og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.



Til umræðu ofangreint.





Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að ofangreindu verkefni og leggja fyrir byggðaráð fullmótaða tillögu stýrihópsins um hvaða leiðir verði farnar."



Fundur í stýrihópnum var haldinn 5. október s.l., 9. fundur.

Farið var yfir tillögur stýrihópsins.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum stýrihóps til gerðar fjárhagsáætlunar 2017-2020.

3.Frá Golfklúbbnum Hamar; Golfvöllur

Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:02 vegna vanhæfis.



Tekið fyrir erindi frá Golflúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 2. október 2016 þar sem félagið óskar eftir að frá frekari svör í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var 15. september s.l.:



Golfkúbburinn Hamar vísar í bréf frá GHD dags 09.03.2016 þar sem óskað var eftir því að gert yrði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi á fólkvanginum ásamt því að þar yrði skipulagt heildstætt útivistarsvæði. Fram kemur eftirfarandi í erindi GHD:

Byggðaráð samþykkti á fundi þann 28.04.2016 að íbúafundur yrði haldinn í samstarfi við GHD og í haust yrði hugur íbúa kannaður.

GHD óskar eftir svörum við því hvort og þá hvenær Dalvíkurbyggð fari í deiliskipulag á fólkvanginum?

Er kominn einhver tímarammi á það og verður hagsmunaaðilum og/eða íbúum, gefinn kostur á að koma með hugmyndir í upphafi skipulagsvinnu?

Einnig hvenær og hvernig Dalvíkurbyggð hafi hugsað sér að kanna hug íbúa, eins og samþykkt var í ofangreindu bréfi frá frá Byggðaráði?

Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017.

4.Frá Ungmennafélagi Svarfdææla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík (búið að fara í gegnum umhverfisráð og íþrótta- og æskulýðsráð).

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:27.

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:31.



Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu."







Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september s.l. var eftirfarandi niðurstaða:

"Ráðið leggur til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári. Samþykkt með þremur atkvæðum."



Á 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 29. september 2016 var eftirfarandi niðurstaða:

"Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir það að nauðsynlegt sé að klára deiliskipulagsvinnu sem fyrst. Í skýrslu um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS sem unnin var árið 2105 með fulltrúum UMFS og Dalvíkurbyggðar, var ákveðið að grunnstyrkur vegna rekstur svæðisins verði hækkaður í 5.000.000 úr rúmum 3.000.000. Þar að auki var samþykkt að auka við fjármagn til rekstrarins árin 2015-2018 um samtals 7.500.000."



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:33.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017; beiðni um viðauka við fjárhagsramma vegna starfa í Félagsmiðstöð og Íþróttamiðstöð.

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Á 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 29. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Íris Hauksdóttir vék af fundi kl. 8:25 Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins. Fjallað um minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Kostnaður við endurskipulagningu er kr. 5.000.000 sem ekki er í ramma málaflokksins. Með fundarboði fylgdi tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skiptingu fjárhagsramma. Miðast tillagan við ramma áður en kemur til hækkunar vegna endurskipulagningu á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar og er kr. 2.433.262 undir ramma. Rammi 271.712.486 Íþrótta- og æskulýðsráð 4.524.291 Æskulýðsfulltrúi 13.223.043 Heilsueflandi Dalvíkurbyggð 665.021 Leikvellir - Sumarnámskeið 155.850 Vinnuskóli 8.728.389 Víkurröst félagsmiðstöð 11.082.064 Íþróttamiðstöð 141.021.004 Ungmennaráð 419.002 Rimar 8.668.935 Árskógur 10.342.345 Sundskáli Svarfdæla 4.004.703 Styrkir v/ æskulýðsmála 65.391.582 Sparkvöllur 1.053.000 Samtals 269.279.224 Vegna endurskipulagningar starfi forstöðumanns Víkurrastar: 5.000.000 Mismunur: 2.566.738 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir með ósk um hækkun á ramma vegna endurskipulagningar á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar að upphæð samtals 2.566.738. Íris Hauksdóttir kom aftur á fundinn kl. 8:45"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 15:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum, í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

6.Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Fjárhagsáætlun 2017; Sigtún og Ungó (búið að fara í gegnum menningarráð).

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið.



Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.

Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018."



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund.

7.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2017; beiðni um styrk (búið að fara í gegnum menningaráð).

Málsnúmer 201608085Vakta málsnúmer

Á 58. fundi menningaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Í fundarboði er beiðni sem byggðarráð vísar til menningarráðs um fjárstyrk vegna fasteignagjalda frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar.

Menningarráð leggur til að orðið verði við þessari beiðni. "

Lagt fram.

8.Frá Láru Betty Harðardóttur og fleirum; Fjárhagsáætlun 2017; Ósk um lagninu göngustígs úr Kotunum að vegi yfir Brimnesá (búið að fara í gegnum umhverfisráð).

Málsnúmer 201608104Vakta málsnúmer

Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.

Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. "

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu umhverfisráðs en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að ofangreint erindi verði skoðað í tengslum við heildarskoðun á skipulagi á göngustígum í sveitarfélaginu.

9.Frá Ó.K. Lögmönnum; varðar beiðni um aðgang að samþykktu tilboði og fylgigögnum tilboðs - niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál og áskorun frá Ó.K. Lögmönnum fyrir hönd Íslenska gámafélagins.

Málsnúmer 201510038Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 646/2016 sem kveðinn var upp 20. september s.l. í máli þar sem Íslenska gámafélagið ehf. kærði með erindi þann 22. október 2015 synjun Dalvíkurbyggðar dagsett þann 16. október 2015 á beiðni um gögn og upplýsingar um samningsaðila og lægstbjóðanda í útboði Dalvíkurbyggðar " Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónusta við endurvinnslustöðvar 2015-2020" Í kæru er þess krafist að Dalvíkurbyggð verði gert að afhenda kæranda gögn og upplýsingar um Gámaþjónustu Norðurlands hf. í útboðinu en tilboði þess félags hafi verið tekið, sjá nánar á heimasíðu Úrskurðarnefndar um upplýsingamál http://www.unu.is/urskurdir/646-2016-urskurdur-fra-20-september-2016



Úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru að Dalvíkurbyggð skal afhenda kæranda, Íslenska Gámafélaginu ehf., útboðs- og verklýsingu, minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 22. júní 2015 og tilboðsskrá og tilboðsgögn Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna útboðs í verkið "Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónustu við endurvinnslustöð 2015-2020".



Með fundarboði fylgdi einnig áskorun frá ÓK Lögmönnum, f.h. Íslenska Gámafélagsins ehf., dagsett þann 21. september s.l. en móttekin þann 27. september s.l. þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð er gefinn 15 daga frestur til afhendingar gagnanna, sbr. 7. gr. laga um aðför nr. 90/1989.



Til umræðu ofangreint.
Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ofangreindri áskorun um afhendingu gagnanna í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um uppýsingamál. Þessi niðurstaða byggir m.a. á 2 dómum sem fallið hafa: Hæstaréttarmál nr. 472/2015 Sveitarfélagið Ölfus gegn Íslenska gámafélaginu ehf. og Héraðsdómsmál nr. A-732/2015 Kaffitár gegn Isavia ohf. og því ekki taldar miklar líkur á að Dalvíkurbyggð myndi vinna málið fyrir dómi vegna þessa fordæma sem liggja fyrir.

10.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

a) Gjaldskrá frá umhverfisráði:

Á 282. fundi umhverfiráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"201609081 - Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2017

Lögð fram tillaga að gjaldskrám 2017.

Umhverfisráð leggur til framlagðar breytingar á gjaldskrám og felur sviðsstjóra að færa inn texta vegna tengingar við vísitölu samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt með fimm atkvæðum."



Ofangreinar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs.



Byggingafulltrúi.

Böggvisstaðaskáli, leiga.

Gatnagerðargjöld.

Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla.

Tillaga að sorphirðugjaldi 2017



b) Gjaldskrár frá landbúnaðaráði:

Á 107. fundi landbúnaðarráðs þann 20. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"201609085 - Gjaldskrár landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar 2017

Til kynningar tillaga að gjaldskrám 2017.

Ráðið leggur til að allar framlagðar gjaldskrár verði tengdar vísitölu neysluverðs og uppreiknist einu sinni á ári.

Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlagðar gjaldskrár.

Samþykkt með fimm atkvæðum."



Ofangreindar gjaldskrár fylgja með fundarboði byggðaráðs:



Búfjárleyfi og lausaganga búfjár.

Fjallskil

Hundahald

Kattahald

Leiguland

Upprekstur á búfé.



c) Gjaldskrár frá íþrótta- og æskulýðsráði:

Á 82. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað:

Íþrótta- og æskulýðsráð vann grunn að gjaldskrám málaflokksins. Grunnurinn er samþykktur og mun taka gildi 1. janúar 2017. Ákveðið að eftirtaldar breytingar verði gerðar til einföldunar á endurskoðun gjaldskráa næstu ára og mun þetta ákvæði því taka gildi frá og með 1. janúar 2018. Gjaldskráin miðast við neysluverðsvísitölu og er upphafsstaða miðuð við 1. október 2016. Gjaldskrárbreytingar eru einu sinni á ári og tekur hækkunin gildi 1. janúar ár hvert. Tekið er mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þann 1. október ár hvert um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Grunngjald gjaldskrár breytist ekki á milli ára nema ef íþrótta- og æskulýðsráð ákveði að breyta grunngjaldi til hækkunar eða lækkunar óháð breytingu á neysluverðsvísitölu og leggur þá ráðið þá tillögu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ef íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki slíka tillögu þá uppfærist gjaldskráin sjálfkrafa þann 1. janúar ár hvert samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár.



Með fundarboði byggðaráðs fylgja ofangriendar gjaldskrár:



Íþróttamiðstöð

Árskógur

Félagsmiðstöðin Týr.
Afgreiðslu frestað.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar skil á tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 og rætt var verkferlið næstu 2 vikurnar og aukafundir byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.



Ákveðið var að hafa aukafundi þriðjudaginn 11. október n.k. frá kl. 14 - 16 og fjalla þá um umhverfis- og tæknisviðs og aukafund miðvikudaginn 12. október n.k. frá kl. 14 - 16.
Lagt fram.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610015Vakta málsnúmer

Frestað.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201609132Vakta málsnúmer

Frestað.

14.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2016

Málsnúmer 201602124Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs