Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. "