Byggðaráð

791. fundur 08. september 2016 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjornsýslusviðs.
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Haldið áfram yfirferð yfir tillögur og unnið að gerð fjárhagsramma; tillaga að fjárhagsramma 2017.



Á fundinum var haldið áfram yfirferð yfir tillögur frá fagsviðum og unnið að fjárhagsramma 2017. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti 1. drög að fjárhagsramma þar sem m.a. er búið að gera ráð fyrir breytingum vegna launaáætlunar 2017.



b) Gjaldskrármál.



Til umræðu við hvaða vísitölu á að miða við í gjaldskrármálum og við hvaða tímabil á að miða.



c) Forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020.



Til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020 og þær sér ákvarðanir sem byggðaráð þarf að taka.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að fjárhagsramma 2017 eins og þau liggja fyrir með áorðnum breytingum sem unnið var að á fundinum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra fjárhagsramma 2017 í samræmi við ofangreint.

b) Lagt fram.

c) Lagt fram.

d) Lagt fram.

2.Málefni Húsabakka; kauptilboð

Málsnúmer 201503150Vakta málsnúmer

Á 789. fundi byggðaráðs þann 1. september 2016 var eftirfarandi bókað m.a.:



"Undir þessum lið kom Sigurður Sveinn Sigurðsson, hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, á fund byggðaráðs í gegnum símafund kl. 14:20. Í samræmi við ofangreint var Húsabakki auglýstur til sölu að nýju og var tilboðsfrestur til 31. ágúst 2016. Fjögur tilboð bárust í eignina. Til umræðu ofangreint.



Afgreiðslu frestað til næsta fundar."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á húseignunum á Húsabakka og að taka hæsta tilboði sem er frá Stórvali kt. 470605-1460, með fyrirvara á staðfestingu á samþykki ríkisins hvað varðar sölu á sínum eignarhluta. Með vísan í samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið er gengið út frá því að gerð verði makaskipti á 15% eignarhlut Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1 og þátttöku ríkisins í greiðslu til Húsabakka ehf. í samræmi við eignarhluta ríkisins í húseignunum á Húsabakka.

3.Kauptilboð í Lokastíg 1, 0304

Málsnúmer 201609041Vakta málsnúmer

Lagt fram gagntilboð Dalvíkurbyggðar hvað varðar húseignina Lokastíg 1, íbúð 0304, fastanúmer 215-5071, að upphæð kr. 8.200.000, dagsett þann 9. september 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint gagntilboð og sölu á eigninni.

4.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Frístund, ósk um breytingar á húsnæði Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201609044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 5. september 2016, þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði Dalvíkurskóla vegna færslu Frístundar úr Víkurröst í skólann. Lagt er til að Frístund verði þar sem nú er tölvustofa og tölvustofan verði í tengslum við bókasafn Dalvíkurskóla. Að auki sér skólastjóri fyrir sér samnýtingu á verkgreinastofnum og miðrými í Dalvíkurskóla.



Kostnaður við breytingar eru áætlaðar:



Uppþvottavél kr. 300.000

Framkvæmdir vegna færslu og breytinga á tölvustofu kr. 1.550.000 með vsk.



Alls kr. 1.850.000 með vsk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir liggur samþykki byggðaráðs á flutningi Frístundar úr Víkurröst í Dalvíkurskóla. Vísað til fræðsluráðs til upplýsingar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201608106Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

6.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni; Umsókn um lagfæringu á heimreið að Svæði.

Málsnúmer 201609003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

7.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.; Sigtún og Ungó.

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., rafbréf dagsett þann 1. september 2016, þar sem Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson, óska eftir að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 verði tekið tillit til tillagna þeirra um að farið verði í endurnýjun á snyrtingum í anddyri Ungó sem er samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að búinn verði til gluggi milli sýningarrýmis Ungó yfir i setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og menningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum frá Eignasjóði og menningaráði og tillögur að afgreiðslu.

8.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Mótorsportfélagi Dalvíkur; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

9.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Láru Betty Harðardóttur o.fl.; Ósk um lagninu göngustígs úr Kotunum að vegi yfir Brimnesá

Málsnúmer 201608104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr "kotunum" yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

10.Fjárhagsáætlun 2017; Frá starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar; Ósk um hækkun á framlagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201608094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 29. ágúst 2016, þar sem stjórnin óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að framlag til starfsmannafélagsins verði hækkað í samræmi við framlag starfsmanna. Hver félagsmaður greiðir á ári kr. 6.000 miðað við 12 mánuði. Er það ósk stjórnar að árið 2017 verði framlag Dalvíkurbyggðar sama upphæð eða kr. 6.000 á hvern starfsmann.
Byggðaráð frestar afgreiðslu.

11.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Trausta Þorsteinssyni; vegur að Framnesi

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

12.Fjárhagsáætlun 2017; Frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; búsetumál.

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum þeirra sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.



Byggðaráð samþykkir einnig með 3 atkvæðum að stofna 3 manna vinnuhóp innanhúss sem skipi sviðsstjórum félagamálasviðs, umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra. Byggðaráð beinir því til vinnuhópsins að leita upplýsinga hvert sé hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar búsetumál fatlaðra einstaklinga, kanna hvert sé hlutverk ríkisins er varðar fjármögnun og hvaða leiðir séu almennt færar. Byggðaráð bendir einnig á að foreldrahópurinn óskar eftir að þau séu höfð með í ráðum þegar hugað er að búsetuformi til frambúðar.

13.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Dalvíkurkirkju; umsókn um styrk.

Málsnúmer 201608085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, bréf dagsett þann 27. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir styrk á móti fasteignagöldum eins og undanfarin ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í menningaráði og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

14.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjornsýslusviðs.