Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201503150

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 741. fundur - 06.08.2015

Lagt fram minnisblað undirritað af sveitarstjóra og framkv.stjóra Húsabakka ehf. auk þess lagt fram svar fjármálaráðuneytis vegna fyrirspurnar Dalvíkurbyggðar um eignarhluta ríkisins og ýmis praktísk atriði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu áfram gagnvart ríkinu og Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 742. fundur - 20.08.2015

Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:

"Lagt fram minnisblað undirritað af sveitarstjóra og framkv.stjóra Húsabakka ehf. auk þess lagt fram svar fjármálaráðuneytis vegna fyrirspurnar Dalvíkurbyggðar um eignarhluta ríkisins og ýmis praktísk atriði.

Niðurstaða Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu áfram gagnvart ríkinu og Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum. "



Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 784. fundur - 04.08.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Sigurður Sveinn Sigurðsson, fasteignasali hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, kl. 13:00 í gegnum símafund.



Dalvíkurbyggð auglýsti til sölu eignina Húsabakka í Svarfaðardal hjá Fasteignasölunni Hvammi. Tilboðsfrestur var til kl. 16:00 þann 29. júlí 2016.

Um er að ræða tvær byggingar sem áður voru notaðar undir rekstur Húsabakkaskóla, sem var grunnskóli Svarfaðardalshrepps fram til ársins 2004. Húsabakki er í fallegu umhverfi rétt við Friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur.

Á staðnum eru tvö hús. Annað húsið er byggt árið 1953 og er skráð 675,8 m2 að stærð og hitt húsið er byggt 1966 og er skráð 556,4m2 að stærð. Húsin henta vel til ýmisskonar reksturs og eru nýtt í ferðaþjónustu að stærstum hluta í dag en í húsunum eru herbergi af ýmsum stærðum, íbúðir fyrir staðarhalda, eldhús, matsalur, fundarsalir og gott útisvæði.

Við Húsabakka er einnig tjaldsvæði, félagsheimilið Rimar og sundskáli sem möguleiki er að semja um leigu á samhliða kaupum á Húsabakka.



Þrjú tilboð bárust í eignina.



Til umræðu ofangreint.



Sigurður vék af fundi kl. 13:15.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja tilboðsfrestinn um einn mánuð og felur fasteignasölunni Hvammi að sjá áfram um söluferlið.

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:



"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Sigurður Sveinn Sigurðsson, fasteignasali hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, kl. 13:00 í gegnum símafund. Dalvíkurbyggð auglýsti til sölu eignina Húsabakka í Svarfaðardal hjá Fasteignasölunni Hvammi. Tilboðsfrestur var til kl. 16:00 þann 29. júlí 2016. Um er að ræða tvær byggingar sem áður voru notaðar undir rekstur Húsabakkaskóla, sem var grunnskóli Svarfaðardalshrepps fram til ársins 2004. Húsabakki er í fallegu umhverfi rétt við Friðland Svarfdæla skammt sunnan Dalvíkur. Á staðnum eru tvö hús. Annað húsið er byggt árið 1953 og er skráð 675,8 m2 að stærð og hitt húsið er byggt 1966 og er skráð 556,4m2 að stærð. Húsin henta vel til ýmisskonar reksturs og eru nýtt í ferðaþjónustu að stærstum hluta í dag en í húsunum eru herbergi af ýmsum stærðum, íbúðir fyrir staðarhalda, eldhús, matsalur, fundarsalir og gott útisvæði. Við Húsabakka er einnig tjaldsvæði, félagsheimilið Rimar og sundskáli sem möguleiki er að semja um leigu á samhliða kaupum á Húsabakka. Þrjú tilboð bárust í eignina. Til umræðu ofangreint. Sigurður vék af fundi kl. 13:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja tilboðsfrestinn um einn mánuð og felur fasteignasölunni Hvammi að sjá áfram um söluferlið. "



Undir þessum lið kom Sigurður Sveinn Sigurðsson, hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, á fund byggðaráðs í gegnum símafund kl. 14:20.



Í samræmi við ofangreint var Húsabakki auglýstur til sölu að nýju og var tilboðsfrestur til 31. ágúst 2016.



Fjögur tilboð bárust í eignina.



Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Á 789. fundi byggðaráðs þann 1. september 2016 var eftirfarandi bókað m.a.:



"Undir þessum lið kom Sigurður Sveinn Sigurðsson, hjá fasteignasölunni Hvammi á Akureyri, á fund byggðaráðs í gegnum símafund kl. 14:20. Í samræmi við ofangreint var Húsabakki auglýstur til sölu að nýju og var tilboðsfrestur til 31. ágúst 2016. Fjögur tilboð bárust í eignina. Til umræðu ofangreint.



Afgreiðslu frestað til næsta fundar."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á húseignunum á Húsabakka og að taka hæsta tilboði sem er frá Stórvali kt. 470605-1460, með fyrirvara á staðfestingu á samþykki ríkisins hvað varðar sölu á sínum eignarhluta. Með vísan í samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið er gengið út frá því að gerð verði makaskipti á 15% eignarhlut Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1 og þátttöku ríkisins í greiðslu til Húsabakka ehf. í samræmi við eignarhluta ríkisins í húseignunum á Húsabakka.

Byggðaráð - 805. fundur - 08.12.2016

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:



"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á húseignunum á Húsabakka og að taka hæsta tilboði sem er frá Stórvali kt. 470605-1460, með fyrirvara á staðfestingu á samþykki ríkisins hvað varðar sölu á sínum eignarhluta. Með vísan í samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið er gengið út frá því að gerð verði makaskipti á 15% eignarhlut Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1 og þátttöku ríkisins í greiðslu til Húsabakka ehf. í samræmi við eignarhluta ríkisins í húseignunum á Húsabakka."





Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:

a) Undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs Íslands vegna sölu á Húsabakkaskóla, dagsett þann 1. desember 2016.

b) Undirritað afsal á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs íslands vegna sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.

a) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör á milli Dalvíkubyggðar og Ríkissjóðs um sölu á Húsabakka.

b) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi afsal milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs um sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.