Málsnúmer 201508033Vakta málsnúmer
a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt er inniheldur forsendur Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016-2019, almennar og sértækar forsendur, sem er hluti af vinnugögnum með starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá íþrótta - og æskulýðsfulltrúa, móttekið þann 19. ágúst 2015, er varðar tillögu að breyttu skráningarfyrirkomulagi Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Lagt er til að kostnaður við 60% af kostnaði við vinnuskóla (þ.e. laun nemenda og flokkstjóra) verði seldur út til þeirra aðila sem njóta þjónustu vinnuskólans. Þar eru opin svæði stærsti aðilinn. Hin 40% er hugsað sem kostnaður við skólann, námskeið flokkstjóra, nemenda sem og starfsþjálfun nemenda.
Skipting á 60% hluta stofnana og opinna svæða (8.460.000) yrði þá eftirfarandi og gera þarf á viðeigandi tilfærslur á samþykktum fjárhagsramma fyrir árið 2016:
Kátakot
1,5%
126.900
Krílakot
1,5%
126.900
Tónlistarskóli
1,0%
84.600
Sundlaug
2,0%
169.200
Hvoll
1,0%
84.600
Árskógarskóli
1,5%
126.900
Dalvíkurskóli
1,5%
126.900
Opin svæði
90,0%
7.614.000