Umhverfisráð - 266, frá 06.08.2015.

Málsnúmer 1507003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 742. fundur - 20.08.2015

  • Til kynningar Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til afgreiðslu umsókn um stofnun frístundalóðar úr landi Skáldalækjar - Ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að stofna lóðina. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna Fiskidagsins mikla 2015. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna rekstraleyfis Kondóbars. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.
  • Til umræðu æfingasvæði fyrir mótorcross Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð felur sviðsstjóra og formanni ráðsins að funda með stjórn félagsins og í framhaldi af því að gera samning um svæðið og það deiliskipulagt.
  • Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri, Árskógsströnd. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð tekur undir álit minjavarðar Norðurlands eystra, en þar segir meðal annars " Eftir að hafa kynnt sér sögu hússins og skoðað það á vetvangi, telur Minjastofnun Íslands að húsið sé mjög varðveisluvert. Minjastofnun mælist til þess að húsinu verði fundið hlutverk og endurnýjað í samræmi við byggingarsögu þess. Ef ekki reynist unnt að varðveita það á sínum stað, þá mætti flytja það á hentugri stað til endurbyggingar og nýtingar ".
    Umhverfisráð hvetur umsækjanda til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að húsið verði rifið. Lagt er til að húsið verði auglýst til sölu/flutnings og eða endurbyggingar á staðnum. Á næsta fundi ráðsins óskar ráðið eftir greinagerð frá eiganda um stöðu málsins.
  • Umsókn um byggingarleyfi vegna hesthúss á Skeiði. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að afgreiða umsóknina. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Umsókn um breytta notkun á bílgeymslu að Goðabraut 24, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.