Umhverfisráð

266. fundur 06. ágúst 2015 kl. 09:00 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umsögn vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 201505144Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.

2.Ný lóð úr landi Skáldalækjar ytri

Málsnúmer 201508005Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um stofnun frístundalóðar úr landi Skáldalækjar - Ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að stofna lóðina.

3.Beiðni um umsögn - Fiskidagurinn mikli

Málsnúmer 201507051Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna Fiskidagsins mikla 2015.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.

4.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi - Kondóbar

Málsnúmer 201507002Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna rekstraleyfis Kondóbars.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.

5.Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011Vakta málsnúmer

Til umræðu æfingasvæði fyrir mótorcross
Umhverfisráð felur sviðsstjóra og formanni ráðsins að funda með stjórn félagsins og í framhaldi af því að gera samning um svæðið og það deiliskipulagt.

6.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri, Árskógsströnd

Málsnúmer 201508008Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri, Árskógsströnd.
Umhverfisráð tekur undir álit minjavarðar Norðurlands eystra, en þar segir meðal annars " Eftir að hafa kynnt sér sögu hússins og skoðað það á vetvangi, telur Minjastofnun Íslands að húsið sé mjög varðveisluvert. Minjastofnun mælist til þess að húsinu verði fundið hlutverk og endurnýjað í samræmi við byggingarsögu þess. Ef ekki reynist unnt að varðveita það á sínum stað, þá mætti flytja það á hentugri stað til endurbyggingar og nýtingar ".

Umhverfisráð hvetur umsækjanda til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að húsið verði rifið. Lagt er til að húsið verði auglýst til sölu/flutnings og eða endurbyggingar á staðnum. Á næsta fundi ráðsins óskar ráðið eftir greinagerð frá eiganda um stöðu málsins.

7.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201508007Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi vegna hesthúss á Skeiði.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að afgreiða umsóknina.

8.Umsókn um breytta notkun á bílgeymslu að Goðabraut 24, Dalvík.

Málsnúmer 201508009Vakta málsnúmer

Umsókn um breytta notkun á bílgeymslu að Goðabraut 24, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs