Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer
Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hyggst gera þjóðarátak í læsi og býður því öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi. Aðilar samningsins þ.e. ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum til að ná markmiðum Hvítbókar um læsi. Skuldbinding ráðuneytisins er m.a. fólgin í gjaldfrjálsum aðgangi skóla að skimunarprófum og teymi ráðgjafa til aðstoðar. Vegna hagræðis mun ráðherra ekki heimsækja öll sveitarfélög til undirritunar en óskar eftir að undirritun fari fram í því sveitarfélagi sem er næst. Samkvæmt tímaáætlun ráðherra þá verður hann staddur í Fjallabyggð eftir hádegi þann 31. ágúst.