Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00. Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809. Til umræðu ofangreint. Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.