Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:02.
Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi m.a. samþykkt:
"c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma."
Til umræðu tilaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Lagt er til eftirfarandi opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017:
Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):
Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00
Föstudaga: 6:15-19:00
Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00
Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.
Sundskáli Svarfdæla:
Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00
Fimmtudaga: 17:00-21:00
Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00
Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).
Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.
Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýttur með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.
Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar í 2 mánuði.
Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.
Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 14:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku.