Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétti bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.
Fulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
6400 Dalvíkurbyggð 1.867 íb. 2 fltr.
Aðalfulltrúar:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðarráðs
Valdís Guðbrandsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
Varafulltrúar:
Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar.
Kristján Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi