Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 28. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þriðjudaginn 7. mars n.k. er boðað til tveggja samráðsfunda á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, kl. 9 - 11
Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.
Samkvæmt verkefnaáætlun eru megin markmið verkefnisins að leggja fram tillögur sem stuðla að :
- stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum
- breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,
- markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga,
- nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og
- lýðræðislegri þátttaka íbúa í stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.
Boðaðir eru fulltrúar í sveitarstjórn og framkvæmdastjóri.