Byggðaráð

813. fundur 02. mars 2017 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; Árskógarskóli og félagsheimilið Árskógur kl. 13:00 - 14:15.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fóru í heimsókn í Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg kl. 13:00.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:50.



Kristján Guðmundsson kom á fundinn kl. 13:55 vegna annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

2.Íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar, staða mála hvað varðar sölu og leigu, kl. 14:30.

Málsnúmer 201702107Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 14:30.



Til umræðu staða mála hvað varðar íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar, leiga og sala.





Íris vék af fundi kl.15:16.
Lagt fram til kynningar.

3.Nefndalaun til kjörinna fulltrúa - varðar launatengd gjöld

Málsnúmer 201702106Vakta málsnúmer

Til umræðu greiðsla á launatengdum gjöldum af launum til kjörinna fulltrúa í endurhæfingarsjóð og mótframlag í séreignarlífeyrissjóð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði greitt framlag í endurhæfingarsjóð og mótframlag í séreignarlífeyrissjóð.

4.Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Ósk um viðræður vegna viðbyggingar við Stekkjarhús

Málsnúmer 201702092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús.



Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist.



Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund.

5.Frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 201702110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir.

6.Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Boð á 96. ársþing UMSE

Málsnúmer 201702095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá UMSE, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem fram kemur að 96. ársþing UMSE verður haldið í félagsheimilinu Árskógi 9. mars n.k. og hefst kl. 18:00. UMSE býður fulltrúa frá Dalvíkurbyggð að sitja þingið.
Byggðaráð leggur til að fulltrúi úr íþrótta- og æskulýðsráði mæti á þingið fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og felur formanni íþrótta- og æskulýðsráðs að hlutast til um það.

7.Frá Eyþingi; Fundir 7. mars um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702071Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 28. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þriðjudaginn 7. mars n.k. er boðað til tveggja samráðsfunda á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri, kl. 9 - 11



Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.



Samkvæmt verkefnaáætlun eru megin markmið verkefnisins að leggja fram tillögur sem stuðla að :

- stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum

- breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,

- markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga,

- nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og

- lýðræðislegri þátttaka íbúa í stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.



Boðaðir eru fulltrúar í sveitarstjórn og framkvæmdastjóri.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs