Frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2017

Málsnúmer 201702110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 813. fundur - 02.03.2017

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir.

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að sótt verði um styrk vegna verkefnisins "Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð". Verkefnið felst í að klára uppsetningu á skiltum á merktum gönguleiðum.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.