Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar:

Málsnúmer 201510117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 756. fundur - 29.10.2015

a) Heimsókn í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 14:00.



Byggðaráð fór í heimsókn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri, og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, deildarstjóri, tóku á móti byggðaráði.



b) Heimsókn í Víkurröst; Félagsmiðstöð, Frístund og Lengda viðveru, kl. 14:30.



Byggðaráð fór í heimsókn í Víkurröst; Félagsmiðstöð, Frístund og Lengda viðveru. Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Viktor Már Jónasson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsamálasviðs, Margrét Traustadóttir, starfsmaður í Lengdri viðveru, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Hafdís Sverrisdóttir, starfsmaður í Frístund, Jolanta Krystyna Brandt, starfsmaður í Frístund, tóku á móti byggðaráði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

a) Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar kl. 15:00.



Byggðaráð fór í heimsókn í Ungó og í Íþróttamiðstöðina þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og starfsmenn tók á móti byggðaráði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 760. fundur - 03.12.2015

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 14:30.



a) Skammtímavistun við Skógarhóla, kl. 14:30.



Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra í heimsókn í Skammtímavistunina við Skógarhóla. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviði, tók á móti byggðaráði og kynnti starfsemina.



b) Slökkvistöð Dalvíkur, kl. 15:00.



Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra í heimsókn í Slökkvistöð Dalvíkur. Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, tók á móti byggðaráði, og kynnti starfsemina.
Byggðaráð þakkar fyrir góðar móttökur.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 764. fundur - 14.01.2016

Byggðaráð fór, ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í heimsókn í Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 765. fundur - 21.01.2016

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessu máli kl. 15:05.



Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í leikskólann Krílakot og leikskólann Kátakot. Einnig var nýr sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs með í för.



Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 767. fundur - 04.02.2016

a) Heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur.



Byggðaráð fór í heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar þar sem ráðið kynnti sér starfsemina og húsakynnin.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 773. fundur - 14.04.2016

Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju kl. 14:25.



a) Heimsókn í veitur Dalvíkurbyggðar kl. 14:30.



Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra heimsóttu í lok fundar Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Starfsmenn veitna tóku á móti gestum.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 781. fundur - 23.06.2016

a) Heimsókn í Vatnsveitu og Fráveitu.



Eftir fund byggðaráðs fór byggðaráð ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í vatnsveitu og fráveitu þar sem sviðsstjóri veitu- og hafnasvið sýndi og kynnti helstu svæði og byggingar og starfsemina þar.



Þorsteinn vék af fundi kl. 15:50.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 809. fundur - 26.01.2017

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fór í heimsókn á Dalvíkurhöfn.



Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs ásamt starfsmönnum Hafnasjóðs kynnti starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 810. fundur - 02.02.2017

Heimsókn í Dalvíkurskóla frá kl. 13 - 14.



Gísli Bjarnason, skólastjóri, Dalvíkurskóla, tók á móti byggðaráði og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kynnti starfsemina og sýndi húsnæðið.



Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 813. fundur - 02.03.2017

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fóru í heimsókn í Árskógarskóla og félagsheimilið Árskóg kl. 13:00.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:50.



Kristján Guðmundsson kom á fundinn kl. 13:55 vegna annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 814. fundur - 09.03.2017

Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Sundskála Svarfdæla þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðstjóri fræðslu- og menningarsvið tóku á móti byggðaráði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Víkurröst til að skoða húsnæði Félagsmiðstöðvar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og SÍMEY eftir breytingar sem og kynna sér starfsemina.

Eftirtalin tóku á móti byggðaráði:
Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT.
Svanfríður Inga Jónasdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi hjá SÍMEY
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 835. fundur - 21.09.2017

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru í heimsókn í Frístund Dalvíkurskóla til að skoða aðstæður eftir breytingar og kynna sér starfsemina, kl. 13:15.

Gísli Bjarnason, skólastjóri, tók á móti byggðaráði ásamt Hrafnhildi Hafdísi Sverrisdóttur, Margréti Traustadóttur, starfsmönnum Frístundasr, og Hlyni Sigursveinssyni, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Lagt fram til kynningar.