Byggðaráð

760. fundur 03. desember 2015 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá Kvenfélaginu Tilraun; Ósk um að fá greiddan út eignarhlut félagsins vegna Rima

Málsnúmer 201506133Vakta málsnúmer

Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá kvenfélaginu Tilraun, dagsett þann 25. júní 2015, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð greiði félaginu helmings eignarhlut félagsins í Rimum fyrir 1. mars 2016. Samkvæmt upplýsingum sem félagið fékk frá Dalvíkurbyggð er eignarhlutur félagsins kr. 5.143.464. Það skal áréttað að ekki er um eignarhluta að ræða í Rimum heldur er félagið eitt af svokölluðum aðildarfélögum en gengið var frá því með þinglýstum samningum 22. maí 1998 að félögin fengu stofnfé sitt endurgreitt í samræmi við ákvæði aðildarsamninganna sem og viðauka sem gerður var síðar, ef félögin færu fram á það.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019."



Í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2016-2019 var sent út svarbréf til félagsins, dagsett þann 6. október 2015, þar sem fram kemur meðal annars eftirfarandi:



"Með vísan í aðildarsamning dagsettur þann 7. maí 1998 með síðari breytingum þá er kveðið á um samningsslit. Ljóst er að ekki er hægt að fá endurgreiddan hluta af því stofnfé sem Kvenfélagið Tilraun lagði félaginu til.

Endurgreiðsla á stofnfé er því aðeins tæk í því tilviki að aðildarfélag hætti þátttöku í húsfélaginu. Í þeim tilvikum er allt stofnfé endurgreitt með verðbótum."



Upplýst var á fundinum að ekki hafa borist viðbrögð við ofangreindu svarbréfi.
Lagt fram til kynningar.

2.Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús. Tillaga að erindisbréfi.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundi stjórnsýslunefndar þann 9. nóvember s.l. var lagt til að byggðaráð myndi skipa í vinnuhóp hvað varðar nýtingu á húsnæði "Gamlaskóla" og Víkurrastar. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2016 kemur eftirfarandi fram: "Skoðað verður samstarf um að Víkurröst verði rekið sem alhliða frístundahús og möguleikar á frekara samstarfi Frístundar og Víkurrastar." Tillaga að vinnuhópum: Stýrihópur:Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Gísli Rúnar Gylfason og sviðstjóri fræðslumála Rýnihópur:Stýrihópur kallar til aðila í rýnihóp.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhóp og felur Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, að gera drög að erindisbréfi. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir.

3.Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á aðalfund Róta bs.

Málsnúmer 201511135Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá verkefnisstjóra Róta bs., dagsettur þann 8. september 2015, þar sem fram kemur að stjórn Róta bs. ákvað á fundi sínum þann 8. september s.l. að fresta aðalfundi sem samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins skal halda fyrir lok septembermánaðar ár hvert.



Óskað er eftir nöfnum kjörinna fulltrúa á aðalfund Róta bs. 2015 sem fyrst.



Upplýst að fundurinn verður haldinn 16. desember n.k. í Fjallabyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir kjörnir fulltrúar verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar á aðalfundi Róta bs. 2015:



Aðalfulltrúar:

Bjarni Th. Bjarnason (B)

Heiða Hilmarsdóttir (B)

Gunnþór E. Gunnþórsson (D)

Valdemar Þór Viðarsson (D)

Guðmundur St. Jónsson (J)

Valdís Guðbrandsdóttir (J)



Varafulltrúar:

Kristján Guðmundsson (B)

Pétur Sigurðsson (B)

Lilja Björk Ólafsdóttir (D)

Haukur Gunnarsson (D)

Kristján E. Hjartarsson (J)

Marinó Þorstesinsson (J)



4.Frá framkvæmdastjórn; Umbun til stofnana / vinnustaða Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201511131Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjöð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:42 vegna vanhæfis.

Kristján Guðmundsson tók við fundarstjórn.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá framkvæmdastjórn varðandi umbun til stofnana / vinnustaða Dalvíkurbyggðar 2015.



Í fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er grein 3.4. svohljóðandi:

"3.4
Umbun og hvatning

Sem liður í hvatningu til stjórnenda og starfsmanna Dalvíkurbyggðar og sem umbun fyrir góðan árangur í rekstri samhliða faglegu starfi er byggðarráði heimilt, að undangenginni umsögn framkvæmdastjórnar, að veita tilteknum vinnustað og/eða vinnustöðum Dalvíkurbyggðar umbun úr sérstökum potti á fjárhagsáætlun (deild 21-02), nú fyrst árið 2014 að upphæð kr. 500.000 en þó aldrei meira en kr. 50.000 á hvert stöðugildi. Umbunin skal nýtt til þess að bæta starfsumhverfi starfsmanna og er það á höndum viðkomandi stjórnanda / starfsmanna að ákvarða hvernig umbunin skal nýtt í þágu vinnustaðarins / starfsmanna.

Þegar niðurstöður undanliðins fjárhagsárs liggja fyrir skal framkvæmdastjórn senda byggðarráði rökstudda tillögu. Ef tillögur framkvæmdastjórnar eru ekki einróma skal meirihluti atkvæða ráða. Byggðarráð tekur ofangreint til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sínum."



Eftirfarandi er tillaga framkvæmdastjórnar:



Við þessa yfirferð vegna ársins 2014 er ljóst að margar stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar, stjórnendur og starfsmenn, vinna störf sín af ábyrgð, metnaði og vilja til að leysa málin. Fleiri stofnanir og fyrirtæki voru nefnd sem mögulega góðir fulltrúar til að taka við þessari umbun í ár en niðurstaðan var að eftirfarandi 3 stofnanir / vinnustaðir fengu flest stig í matinu, fyrir utan leikskólana sem fengu umbunina árið 2014:



1.
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar.

2.
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

3.
Árskógarskóli



Framkvæmdastjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að leggja til við byggðarráð að vinnustaðurinn Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar fái umbun Dalvíkurbyggðar árið 2015 eða kr. 500.000 fyrir góðan árangur í rekstri samhliða faglegu starfi.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu framkvæmdastjórnar, þannig að

Tónlistarskóli fær kr. 250.000

Íþróttamiðstöð fær kr. 150.000.

Árskógarskóli fær kr. 100.000

5.Frá UT-teymi; tillaga um Rent- A - Prent

Málsnúmer 201509001Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:52 og tók við fundarstjórn að nýju.



UT-teymi sveitarfélagsins hefur síðustu mánuði haft til skoðunar lausnina Rent - A - Prent sem er prentþjónusta.

UT-teymið fékk kynningar frá þeim fyrirtækjum sem kunnugt er um að bjóði upp á þessa lausn.

Í kjölfarið var send út verðfyrirspurn til ofangreindra fyrirtækja þann 29. október 2015 og var frestur til að skila inn svörum til og með 15. nóvember s.l. Ýmsar aðrar forsendur en verð voru hluti af verðfyrirspurninni. Áskilinn var réttur til að taka hvaða tilboði sem er í heild og/eða að hluta eða hafna þeim öllum.



UT-teymi Dalvíkurbyggðar fór yfir á fundi sínum þann 23. nóvember s.l. yfir samantekt tölvuumsjónarmanns á niðurstöðum og svör.



Niðurstaðan er að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Nýherja.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201511126Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá Varasjóði húsnæðismála; Ásholt 2b

Málsnúmer 201203100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 19. nóvember 2015, þar sem fram kemur að á fundi ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála þann 11. nóvember 2015 var tekin fyrir umsókn um framlag vegna sölu á Ásholti 2b.



Fram kemur að ákvörðun nefndarinnar frá 20. apríl 2015 um að ekki verði tekið við umsóknum um söluframlög til afgreiðslu, nema að til komi heimild eiganda sjóðsins um að ganga á eigið fé sjóðsins, hefur ekki breyst.



Ef breyting verður gerð á þessari ákvörðun ráðgjafarnefndarinnar er óskað eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja umsókn um framlag vegna sölu á félagslegum eignaríbúðum á almennan markað.
Lagt fram til kynningar.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir lausn á þessu máli, því um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Dalvíkurbyggð og örugglega fleiri sveitarfélög í sömu stöðu.

8.Frá stjórn Eyþings; Fundargerðir Eyþings 2015 nr. 272, nr. 273, nr. 274.

Málsnúmer 201503206Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 3 fundargerðir stjórnar Eyþings, nr. 272, nr. 273 og nr. 274.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 832. fundur stjórnar Sambandsins.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 832. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar, kl. 14:30.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 14:30.



a) Skammtímavistun við Skógarhóla, kl. 14:30.



Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra í heimsókn í Skammtímavistunina við Skógarhóla. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviði, tók á móti byggðaráði og kynnti starfsemina.



b) Slökkvistöð Dalvíkur, kl. 15:00.



Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra í heimsókn í Slökkvistöð Dalvíkur. Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, tók á móti byggðaráði, og kynnti starfsemina.
Byggðaráð þakkar fyrir góðar móttökur.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.