Frá kvenfélaginu Tilraun; Ósk um að fá greiddan út eignarhlut félagsins vegna Rima.

Málsnúmer 201506133

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 10:03.



Tekið fyrir erindi frá kvenfélaginu Tilraun, dagsett þann 25. júní 2015, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð greiði félaginu helmings eignarhlut félagsins í Rimum fyrir 1. mars 2016. Samkvæmt upplýsingum sem félagið fékk frá Dalvíkurbyggð er eignarhlutur félagsins kr. 5.143.464.



Það skal áréttað að ekki er um eignarhluta að ræða í Rimum heldur er félagið eitt af svokölluðum aðildarfélögum en gengið var frá því með þinglýstum samningum 22. maí 1998 að félögin fengu stofnfé sitt endurgreitt í samræmi við ákvæði aðildarsamninganna sem og viðauka sem gerður var síðar, ef félögin færu fram á það.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019.

Byggðaráð - 760. fundur - 03.12.2015

Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá kvenfélaginu Tilraun, dagsett þann 25. júní 2015, þar sem fram kemur að félagið óskar eftir að Dalvíkurbyggð greiði félaginu helmings eignarhlut félagsins í Rimum fyrir 1. mars 2016. Samkvæmt upplýsingum sem félagið fékk frá Dalvíkurbyggð er eignarhlutur félagsins kr. 5.143.464. Það skal áréttað að ekki er um eignarhluta að ræða í Rimum heldur er félagið eitt af svokölluðum aðildarfélögum en gengið var frá því með þinglýstum samningum 22. maí 1998 að félögin fengu stofnfé sitt endurgreitt í samræmi við ákvæði aðildarsamninganna sem og viðauka sem gerður var síðar, ef félögin færu fram á það.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019."



Í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2016-2019 var sent út svarbréf til félagsins, dagsett þann 6. október 2015, þar sem fram kemur meðal annars eftirfarandi:



"Með vísan í aðildarsamning dagsettur þann 7. maí 1998 með síðari breytingum þá er kveðið á um samningsslit. Ljóst er að ekki er hægt að fá endurgreiddan hluta af því stofnfé sem Kvenfélagið Tilraun lagði félaginu til.

Endurgreiðsla á stofnfé er því aðeins tæk í því tilviki að aðildarfélag hætti þátttöku í húsfélaginu. Í þeim tilvikum er allt stofnfé endurgreitt með verðbótum."



Upplýst var á fundinum að ekki hafa borist viðbrögð við ofangreindu svarbréfi.
Lagt fram til kynningar.