Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Á fundi stjórnsýslunefndar þann 9. nóvember s.l. var lagt til að byggðaráð myndi skipa í vinnuhóp hvað varðar nýtingu á húsnæði "Gamlaskóla" og Víkurrastar.

Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2016 kemur eftirfarandi fram:

"Skoðað verður samstarf um að Víkurröst verði rekið sem alhliða frístundahús og möguleikar á frekara samstarfi Frístundar og Víkurrastar."



Tillaga að vinnuhópum:



Stýrihópur:Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Gísli Rúnar Gylfason og sviðstjóri fræðslumála



Rýnihópur:Stýrihópur kallar til aðila í rýnihóp.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhóp og felur Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, að gera drög að erindisbréfi.

Byggðaráð - 760. fundur - 03.12.2015

Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundi stjórnsýslunefndar þann 9. nóvember s.l. var lagt til að byggðaráð myndi skipa í vinnuhóp hvað varðar nýtingu á húsnæði "Gamlaskóla" og Víkurrastar. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2016 kemur eftirfarandi fram: "Skoðað verður samstarf um að Víkurröst verði rekið sem alhliða frístundahús og möguleikar á frekara samstarfi Frístundar og Víkurrastar." Tillaga að vinnuhópum: Stýrihópur:Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Gísli Rúnar Gylfason og sviðstjóri fræðslumála Rýnihópur:Stýrihópur kallar til aðila í rýnihóp.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhóp og felur Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, að gera drög að erindisbréfi. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir.

Byggðaráð - 779. fundur - 07.06.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.



Á 758. fundi byggðaráðs þann 12.11.2015 var eftirfarandi bókað:



"Á fundi stjórnsýslunefndar þann 9. nóvember s.l. var lagt til að byggðaráð myndi skipa í vinnuhóp hvað varðar nýtingu á húsnæði "Gamlaskóla" og Víkurrastar. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs fyrir árið 2016 kemur eftirfarandi fram: "Skoðað verður samstarf um að Víkurröst verði rekið sem alhliða frístundahús og möguleikar á frekara samstarfi Frístundar og Víkurrastar." Tillaga að vinnuhópum: Stýrihópur:Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Gísli Rúnar Gylfason og sviðstjóri fræðslumála Rýnihópur:Stýrihópur kallar til aðila í rýnihóp.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að vinnuhóp og felur Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, að gera drög að erindisbréfi."



Á fundinum var til umfjöllunar tillögur ofangreinds stýrihóps vegna nýtingu á húsnæði "Gamla skóla" og Víkurrastar.



Tillögur stýrihópsins eru eftirfarandi helstar:

a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla.

b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr.

c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla; 1) Sala á skólanum til þriðja aðila, 2) húsnæðið leigt út til 3ja aðila og 3) skólinn verði nýttur sem safnahús fyrir öll söfn Dalvíkurbyggðar.



Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:48.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 793. fundur - 29.09.2016

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44.



Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar.

"Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar:

a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla.

b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr.

c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."



Til umfjöllunar ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs.

b) Áður afgreitt.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Emil Björnsson, starfsmaður Símeyjar á Dalvík, kl. 13:13. Einnig komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 793. fundi byggðaráðs þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað:



"201511067 - Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.



Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44.



Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar.

"Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar:

a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla.

b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr.

c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."



Til umfjöllunar ofangreint.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs.

b) Áður afgreitt.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar."



Til umræðu ofangreint.



Valgeir og Emil viku af fundi kl. 13:34.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að vinna áfram að þeim tillögum og kostnaðaráætlun er varðar flutning á Tónlistarskólanum yfir í Víkurröst og samlegðaráhrifum því tengdu.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn aftur undir þessum lið kl. 15:50.



Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október s.l. var eftirfarandi bókað:

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Emil Björnsson, starfsmaður Símeyjar á Dalvík, kl. 13:13. Einnig komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Á 793. fundi byggðaráðs þann 4. október 2016 var eftirfarandi bókað: "201511067 - Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús. Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:44. Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var til umfjöllunar tillaga vinnuhóps vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar. "Tillögur stýrihópsins voru eftirfarandi helstar: a) Flutningur á Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga stýrihópsins að Tónlistarskólinn verði færður úr Gamla - skólanum í Víkurröst og að Frístund verði færð í Dalvíkurskóla. b) Framkvæmdir í Víkurröst vegna flutnings Tónlistarskóla og Frístundar; kostnaðaráætlun um 10 m.kr. c) Möguleg framtíðarnýting á Gamlaskóla a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela stýrihópnum að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram koma í ofangreindri skýrslu hópsins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við fræðsluráð að stefnt verði að því að starfsemi Frístundar (1. - 4. bekkjar skólavistun) verði flutt yfir í Dalvíkurskóla frá og með skólaárinu 2016/2017. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umfjöllunar ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að starfssemi Tónlistarskóla verði flutt yfir í Víkurröst þannig að skólinn taki til starfa þar haustið 2017. Byggðaráð felur vinnuhópnum að yfirfara fyrirliggjandi kostnaðaráætlun fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir að óska eftir að fá forsvarsmenn Símeyjar á næsta fund byggðaráðs. b) Áður afgreitt. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum áfram til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020. d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að því að Víkurröst verði tómstunda- og frístundahús Dalvíkurbyggðar." Til umræðu ofangreint. Valgeir og Emil viku af fundi kl. 13:34.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að vinna áfram að þeim tillögum og kostnaðaráætlun er varðar flutning á Tónlistarskólanum yfir í Víkurröst og samlegðaráhrifum því tengdu."



Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs og formaður byggðaráðs fóru yfir þá skoðun sem gerð hefur verið á þessum málum frá síðastu umfjöllun byggðaráðs um málið.



Hlynur vék af fundi kl. 16:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með uppfærða kostnaðaráætlun eins og unnt er og í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir um flutning á starfsemi á milli húsa, til að hafa til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl.14:25.



Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október s.l. var meðal annars bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með uppfærða kostnaðaráætlun eins og unnt er og í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir um flutning á starfsemi á milli húsa, til að hafa til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."



Á fundinum var kynnt kostnaðaráætlun:



Víkurröst; kr. 12.719.283 vegna flutnings á Tónlistarskóla yfir í Víkurröst og mögulega Símey.

Dalvíkurskóli; kr. 3.397.680 vegna flutnings á Frístund.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda kostnaðaráætlun og vísar til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020, með fyrirvara um kaup á uppþvottavél í Dalvíkurskóla.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 91. fundur - 06.06.2017

Með fundarboði fylgdi bókun Byggðaráðs, en þar var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu hvað varðar Víkurröst.

"Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur."

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í hugmyndir um Frístundahús og er sammála því að slíkur vinnuhópur yrði myndaður. Íþrótta- og æskulýðsráð hafði álíka hugmyndir um slíkt frístundahús, en telur að með því að leggja niður starf forstöðumanns Víkurrastar sl. haust, hafi forsendur þeirrar vinnu brostið. Mikilvægt er að vinnuhópurinn verði myndaður sem fyrst, þannig að hægt verði að skoða þær tillögur sem upp koma samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.