Byggðaráð

800. fundur 19. október 2016 kl. 12:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; Umhverfis- og tæknisviðs.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Viðhald Eignasjóðs.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 12:00.



Á fundinum var farið yfir tillögu að viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2017 og gerðar nokkrar breytingar.



Ingvar vék af fundi kl. 13:30.





b) Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs.



Á fundinum var farið yfir nýja tillögu að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs, sbr. fundur umhverfisráðs þann 14.10.2016.



Ræddar voru hugmyndir að breytingum.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að viðhaldi Eignasjóðs í samræmi við vinnuskjal sem unnið var með á fundinum og í samræmi við umræður á fundinum, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að framkvæmdum umhverfis- og tæknisviðs í samræmi við umræður á fundinum og í samræmi við þær ábendingar sem fram komu, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.

2.Frá Trausta Þorsteinssyni; vegna fjárhagsáætlunargerðar 2017. Vegur að Framnesi

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Á 282. fundi umhverfisráðs þann 20. september 2016 var eftirfarandi bókað:



"Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.

Á 281. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað.

Umhverfisráð samþykkir að gerðar verði lagfæringar á veginum að Framnesi og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

Samþykkið er gert með fyrirvara um að legu veganna á svæðinu verði ekki breytt í tengslum við umferðaöryggisáætlun.

Samþykkt með þremur atkvæðum".

Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.



Lagt fram til kynningar.

3.Frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni; Fjárhagsáætlun 2017; Umsókn um lagfæringu á heimreið að Svæði

Málsnúmer 201609003Vakta málsnúmer

Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í Svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Ráðið samþykkir að vegur að heimreið við Svæði verði lagfærður og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir aukafund ráðsins í næstu viku.

Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.



Lagt fram til kynningar.

4.Frá Mótosportfélagi Dalvíkur; Fjárhagsáætlun 2017; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.

Samþykkt með fimm atkvæðum."
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017, umhverfis- og tæknisvið.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason vék af fundi undir þessum lið kl. 14:13 til annarra starfa.



Á fundinum var farið yfir tillögur landbúnaðarráðs og umhverfisráð að gjaldskrám fyrir árið 2017.



Sérstaklega var farið yfir tillögu að sorphirðugjaldi fyrir árið 2017.
Afgreiðslu frestað.

6.Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.

Málsnúmer 201511067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl.14:25.



Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október s.l. var meðal annars bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með uppfærða kostnaðaráætlun eins og unnt er og í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir um flutning á starfsemi á milli húsa, til að hafa til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."



Á fundinum var kynnt kostnaðaráætlun:



Víkurröst; kr. 12.719.283 vegna flutnings á Tónlistarskóla yfir í Víkurröst og mögulega Símey.

Dalvíkurskóli; kr. 3.397.680 vegna flutnings á Frístund.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda kostnaðaráætlun og vísar til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020, með fyrirvara um kaup á uppþvottavél í Dalvíkurskóla.

7.Frístund, ósk um breytingar á húsnæði Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201609044Vakta málsnúmer

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 5. september 2016, þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði Dalvíkurskóla vegna færslu Frístundar úr Víkurröst í skólann. Lagt er til að Frístund verði þar sem nú er tölvustofa og tölvustofan verði í tengslum við bókasafn Dalvíkurskóla. Að auki sér skólastjóri fyrir sér samnýtingu á verkgreinastofnum og miðrými í Dalvíkurskóla.



Kostnaður við breytingar eru áætlaðar:



Uppþvottavél kr. 300.000

Framkvæmdir vegna færslu og breytinga á tölvustofu kr. 2.938.000.





Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir liggur samþykki byggðaráðs á flutningi Frístundar úr Víkurröst í Dalvíkurskóla. Vísað til fræðsluráðs til upplýsingar.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:33.
Byggðaráð vísar í afgreiðslu hér að ofan hvað varðar 6. lið, mál 201511067.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Beiðni frá leikskólastjóra vegna sérkennslu.



Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, bréf dagsett þann 5. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að auka stöðuhlutfall í sérkennslu um 15%. Um er að ræða kr. 906.850 með launatengdum gjöldum á ársgrundvelli og rúmast innan fjárhagsramma 2017.



b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.



Vinnubók vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2017 liggur fyrir.





c) Húsnæðismál fasteigna í málaflokki 06 og innri leiga.



Á 80. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að óska eftir því við Byggðaráð að húseignir sem skráðar eru undir íþrótta- og æskuýðsmál verði teknar til skoðunar með það í huga að kostnaður við rekstur mannvirkja verði færðir á þá málaflokka sem nýtingin fer fram. "



Þær fasteignir sem um ræðir eru:

Árskógur

Hreiður

Íþróttahúsið gamla á Dalvík.

Rimar

Sundskáli Svarfdæla.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samntekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna notkunar á Árskógi, dagsett þann 19. október 2016. Niðurstaðan er að um 80% nýting á Árskógi er tengt Árskógarskóla og 20% eru vegna útleigu félagsheimilis.







a) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

b) Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skoða verði hvort hægt sé að skipta upp innri leigu á Árskógi í samræmi við samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Varðandi innri leigu hvað aðrar fasteignir þá verður ákvörðun tekin síðar um þær.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017; breytingar í starfsmannahaldi.

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:06 vegna vanhæfis.



Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var til umfjöllunar breytingar í starfsmannahaldi vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Byggðaráð samþykkti að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fullmótaða tillögu fyrir byggðaráðs.



Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir tillögur og samantekt sína á útreikingum varðandi ofangreindar breytingar.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

10.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017; fræðslu- og menningarsvið.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:20



Á fundinum var farið yfir tillögur íþrótta- og æskulýðsráðs og fræðsluráðs að gjaldskrám 2017.



Hlynur vék af fundi kl. 15:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsráðs til endurskoðunar í ráðinu í samræmi við þær ábendingar sem fram komu á fundinum.

Byggðaráð bendir á að setja þarf gjaldskár frá fræðsluráði upp í endanleg skjöl til samþykktar í byggðaráði og síðan sveitarstjórn.

11.Vinnuhópur vegna skilta og merkinga, tillögur vinnuhóps vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020.

Málsnúmer 201602048Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.

Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu.

12.Fjárhagsáætlun 2017;Frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; búsetumál

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.:



"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu.

Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.