Vinnuhópur vegna skilta og merkinga

Málsnúmer 201602048

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 18. fundur - 06.04.2016

Tekið fyrir erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna skilta og merkinga, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun fjármála-og stjórnsýslusviðs 2016.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir framlagt erindisbréf með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.

Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.


Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020. Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að kr. 3.157.000 verði settar á áætlun 2018 skv. tillögu vinnuhópsins.