Málsnúmer 201501135Vakta málsnúmer
Á 16. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
"Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:
'Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni 'samvinna og samstarf fyrirtækja'. Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.
Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "
Búið er að halda fundi í sjávarútvegsklasa, ferðamálaklasa, orkuklasa og dekurklasa og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður fundanna.